Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 71
inn mann í öllum ábyrgðarstöðum, þýðir gjörbreytingu hugar og athafna á mjög skömmum tíma á allt þjóð- lífið. Ef forustan á öllum sviðum er heiðarleg og lýta- laus, þá eru þegnarnir í samræmi við það. Sé aftur á móti forustan sérgóð og rotin, þá er þjóðlífið eins, því eftir höfðinu dansa limirnir. Það er tímabært að athuga þann möguleika, að stofna nýjan, kristilegan flokk á íslandi, sem taki sér kjörorð Trumans forseta Bandaríkjanna, „að leggja sig allan fram í þjónustu fyrir guð og fósturjörðina". ísland stendur á tímamótum. Það eru fyrirsjáanlegir erfiðleikar, sem ekki verða leystir með öðru en fóm- um. Sú fórn verður fyrst að koma ofan frá, frá for- ustumönnunum, og allri þjóðinni að lokum. Kristilegt sjónármið er það eina, sem sættir mennina við það óhjákvæmilega. Verum viðbúnir og gerum skyldu okk- ar við guð og fósturjörðina. Fyrir nokkrum árum var í flestum dagblöðunum á sunnudögum andlegur leiðari, skrifaður af prestum eða leikmönnum. Nú eru þessi skrif liætt að sjást. Hvers vegna veit ég ekki. Það minnti meira á kristni- liald í landinu, ef þessi siður yrði aftur upp tekinn. Ef komið er í kirkiu á sunnudögum í höfuðstað lands- ins, er sialdan margt manna viðstatt. Þar ber lítið á ráðherrum bióðarinnar, alþingismönnum, prófessor- um, skóiastjórum, kennurum og öðrum valda- og em- bættismönnum höfuðstaðarins og ríkisins. Það sjást þarna einn og einn, stundum nokkrir. Kæmu þessir menn til kirkiu hvern messudag, þegar forföll ekki hömluðu, myndu kirkjumar fliótlega fyllast af fólki, bví lýðurinn mundi feta í fótspor leiðtoganna. Vegna þessa andvaraleysis leiðandi manna þjóðarinnar í trú- málum, láta þeir afskiptalaust, að fjöldi kommúnista eru skólastjórar og kennarar við barna- og unglinga- skóla landsins. Valdhafarnir vita, að kommúnistar telja kristindóm hugaróra og fjarstæðu, sem útrýína beri úr þjóðlífinu. Þeir horfa þegjandi á, að slökkt er á því liósi, sem á að verða að skæru blysi þegar uppskeru- tíminn nálgast. Börn og unglingar eru berskjölduð fyrir þessum árásum. Heimilin, sem enn eru að innræta börn- um og unglingum elsku til guðs og kærleiksboðskap Krists, standa óstudd. Niðurrifsöflin leika lausum hala. Hér er alvörumál á ferðinni, sem þolir enga bið. Það skiptir miklu máli fyrir þjóð, sem talin er hafa verið kristin frá árinu 1000, hvort hún ætlar að líða það, að nokkrir menn fái hindrunarlaust að drepa kristin sjónarmið í barna- og unglingaskólum landsins. Það er ekki sama hverju sáð er í barna- og unglingasál- irnar. Kirkjan á að taka hér forustuna, eins og hún hafði til skamms tírna. Það er að sýna sig, að kenn- ararnir eru því ekki vaxnir að hafa kristindómsfræðsl- una með höndum. Það er vegna þess, að þeir hafa ekki andlega köllun. Væri það illa til fallið, að koma á þeirri skipun í barna- og unglingaskólum landsins, að byrja hvern dag með því að syngja sálmavers og lesa stutta bæn og þakkargjörð og vers að lokinni kennslu? Þetta var gert í sumum einkaskólum til skamms tíma og þótti fagurt og til eftirbreytni. Vafalaust hefur þetta borið ávöxt í fyllingu tímans. Útvarpið byrjar kl. 8,30, með hljómplötu og fréttum. Væri ekki til valið, að bæta við eða fella inn f þennan dagskrárlið nokkrum orðum andlegs efnis? Það þyrfti ekki að vera meira en eitt sálmavers, nokkur bænar- orð og svo vers. Þetta tæki um 10 minútur frá hljóm- leikum, sem hvort eð er verður að leika fram að veður- fréttum. Þessi viðbót myndi verða mjög vinsæl hjá öllum þorra hlustenda. Við eigum að fara sem mest okkar eigin götur, en minna má á það, að frændlönd okkar byrja daginn með andlegri athöfn í útvarpinu. Það er aðkallandi nauðsyn, að útvarpið sjái sér fært nú hegar að bæta tveimur fyrirlestratímum í útvarp- ið. Á sunnudögum og fimmtudögum, eða eftir sam- komulagi. Þessir fyrirlestrar fjölluðu um andleg mál, fluttir af andlegrar stéttar og leikmönnum. Meiri hluti fyrirlestranna yrði falinn utanbæjarmönnum. Þeir hafa borið skarðan hlut frá borði við flutning erinda í útvarpið. Með því að innleiða þessa fyrirlestraflokka, gefst mönnum kærkomið tækifæri til að fræða þjóðina og göfga, og þegnunum opnast viðari heimur og fræðsla, sem ætti að verða til andlegrar uppbyggingar. Ef úr bessu yrði, ætti að fela hr. biskupnum og skrifstofu hans allar framkvæmdir og fyrirgreiðslur við væntan- le»a flvtiendur erinda. Það eru sterkar líkur fyrir því, ;>ð hessir fyrirlestraflokkar yrðu vinsælir í útvarpinu. Þióðin er trúhneigð og þyrstir eftir því, að heyra um andlegu málin. Því ekki að verða við óskum hennar, einmitt nú? Júlíus Ólafsson vélstjóri. Stnœlki Prestur var staddur hjá .Tóa sífulla, sem sat nú í tukt- húsinu fyrir að hafa stolið nokkur hundruð krónum til að kaupa sér fyrir brennivín. Prestur talaði fagurlega um afturhvarf og iðrun, en Jói sat fyrir framan hann og virtist fylgiast með af mikilli athygli. Þegar klerkur hafði lokið máli sínu, bað Jói hann auðmjúklegast að endurtaka hin fögru orð sín. Klerkur var fús til þess, enda sat Jói gapandi andspænis honum og virtist gleypa hvert orð. Þegar Jói bað prest í annað sinn að endur- taka frásögn sína, varð klerkur dálítið styggur við og mælti: „Hvað er þetta, maður, áttu svona ákaflega erf- itt með að skilia það, sem ég segi?“ „Nei, engan veg- inn“, svaraði Jói, en það er svo dásamleg konjakslykt af blessuðum prestinum". ★ Kjólaverksmiðja nokkur í Englandi framleiddi eitt sinn í 'mikið af kjólum, sem voru skreyttir með breið- um borða. Á borðanum voru ýmsar „viðeigandi" áletr- anir, þar á meðal hin frægu orð Nelsons: „England væntir þess, að hver maður geri skyldu sína“. ★ Auglýsing. Bar mvagn til sölu, alveg ónotaður. Keyptur af mis- gáningi. Niðursett verð. V I K I N G U R 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.