Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 35
band. Það verður ekki með rökum sagt, að hann hafi reynzt konum sínum illa. Hjónaband hans og Jane Seymour var ástúðlegt og allt eins hjónaband hans og Katrínar Parr. Og ekki var liann nærgöngull við Önnu Cleve. Sambúð hans og Katrínar frá Aragóníu var góð lengi framan af, meðan allt lék í lyndi um barneignir henhar, eða allt til þess að nauðsyn þótti til bera að hann skildi við hana, svo erfðarétti að krúnunni yrði borgið. Má hér geta þess, að Napóleon mikli skildi við sína konu af sömu ástæðum, og hefur hann ekki sér- staklega verið bendlaður við kvennafar. Ekki verður það heldur fundið, að Hinrik hafi verið óblíður eða illur þeim tveim konum, sem hálshöggnar voru. Um Önnu Boleyn fer því fjarri. Hann virðist hafa unnað henni hugástum, og verið henni ástúðlegur eiginmaður meðan þau voru samvistum. En bæði Anna Boleyn og Katrín Howard gerðu sig berar að glæp, sem þótti ó- heyrilegur á þeirri tíð og stranglega var refsað. Þær tóku báðar fram hjá konungi, Katrín með þeim ósköp- um, sem áður er að vikið. En ef ekkert er í fari Hinriks í sambúð hans við konurnar, sem ástæðu gefi til hins illa orðróms, af hverju stafar hann þá? Hafa verður það jafnan hug- fast, þegar leitað er að rótum orðrómsins, að Hinrik átti margar konur, skildi við tvær þeirra, en tvær voru hálshöggnar. Mörgum mun, að órannsökuðu máli, verða fyrir að ætla, að slíkt hjúskaparólán eigi að minnsta kosti að einhverju leyti rót sína að rekja til Hinriks. Eitthvað hafi hlotið að vera í fari hans, sem valdið hafi þessum tíðu kvonföngum. Spöruðu og lastmælend- ur hans eigi að benda á, að eigi gæti það verið til- viljun, að fjórar konur, hver um sig, hefðu verið orsök hjúskaparslitanna. Varð og þetta vopn þvi bit- urra, að hver kona um sig átti sína formælendur. For- mælendur Katrínar frá Aragóníu voru yfirleitt allir kaþólskir menn, með keisara, páfa og klerka í broddi fylkingar. Voru þeir þungir í garð Hinriks, meðan stóð á samningum um skilnað hans við Katrínu. En eftir að Hinrik kastaði kaþólskri trú og í'íkiskirkja var sett á stofn í Englandi og hjónaband hans og Katrínar ógilt, linntu kaþólskir ekki að níða hann. Börn lians, önnur en Blóð-Maríu, töldu þeir óskilgetin og ekki arfgeng til ríkis. Grimmdarorð fékk Hinrik og á sig lijá kaþólskum mönnum fyrir það, að hann þótti leika hart munka, nunnur og kaþólskan klerklýð við siðaskiptin. Var þess- um mönnum vísað úr klaustrunum og frá kirkjunum út á guð og gaddinn, en eignir kirknanna gerðar upp- tækar og lagðar undir konung. En í þessum efnum var eins að farið í öðrum siðaskiptalöndum, meðal ann- ars á Islandi. Margur mun nú segja, að sagan sé vön að leiðrétta rangsagnir samtíðarinnar um merka menn. Sagnarit- arar vorra tíma og næstu alda á undan hefðu átt að varpa réttu ljósi yfir Hinrik og eyða orðrómi sam- tíðarinnar um hann, ef ekki hefðu verið einhverjir meg- ingallar á ráði hans. Víst er um það, að margir sagna- ritarar hafa gert Hinriki VIII. góð skil, einkum hinn óviðjafnanlegi enski sagnritari, James Freude. Hefur hann ritað stórmerka bók um Hinrik: „The reighn of llenry 8th“. Hefur hér verið mest stuðzt við það rit. En svo grónitekið virðist óálitið á Hinriki hafa verið orðið, að hvorki þessu riti Freude né öðrum samskon- ar fræðiritum hefur tekizt að hnekkja því. Hvað kem- ur til? Helzt það, að hann sætti einnig röngum dómum heima á Englandi löngu eftir sinn dag, heila öld eða meir. Voru dætur hans og frændur, sem ríkjum réðu þar á eftir honum, orsök þess, beint eða óbeint, þótt , undarlegt sé. Þegar Hinrik dó, kom til valda Játvarður sonur hans. Hann var, eins og áður er sagt, heilsutæpur eða heilsu- laus alla ævi, enda dó hann ungur, 17 ára. Hafði hann þá ríkt í 6 ár. Réðu ráðgjafar Hinriks mestu um stjórn landsins um daga Játvarðar, enda var þá haldið uppi sömu stefnu í stjórnmálum, utan lands og innan, sem verið hafði á efri árum Hinriks. En frá þeirri stefnu var skjótt brugðið, þegar María dóttir Katrínar frá Aragóníu varð drottning á Englandi. Tók hún við völdum að Játvarði VI. látnum, þegar frá eru taldir þeir 11 dagar, sem talið er að Jane Grey hafi ráðið rikjum. María var rammkaþólsk, sem móðir hennar, og áleit skilnaðardóm foreldra sinna rangan og að engu hafandi. Hún giftist frænda sínum, Filippusi II. Spán- arkonungi, og tókst þá aftur upp samband þessara landa, til mikils ófarnaðar fyrir England, trúarbragða- deila innanlands og ófriður við Frakka, sem lauk þann- ig, að Englendingar urðu að láta Calais af hendi. María hugðist að kúga Englendinga aftur til kaþólskrar trú- ar með eldi og blóði og ofsótti þá menn, sem voru mót- mælendatrúar. Létu þá margir menn lífið fyrir trú sína, á höggstokknum eða voru brenndir á báli. Var þá aukið framan við nafn drottningar, og hún jafnan nefnd Blóð-María síðan. Maður hennar aðstoðaði konu sína með ráðum og dáð um ofsóknirnar, enda taldi hann sig eiga tilkall til ensku Krúnunnar vegna kvon- fangs síns. Gerði hann „flotann óvíga“ til Englands á dögum Elísabetar, í því skyni að brjótast þar til valda. Eins og að líkum ræður, þá var Hinrik og verk hans í litlum metum hjá valdhöfunum. Lét vel í eyr- um þeirra rógur og níð um Hinrik, enda óspart á loft haldið kvennamálum hans, og sambúð hans og 5 síðari kvenna hans talinn frillulifnaður. Skjóta má því hér að, að Maríu og kaþólskum þegn- um hennar, svo og öllum kaþólskum mönnum yfirleitt, var það mjög hugleikið, að hún, ætti barn með manni sínum. Unni hún manni sínum hugástum og þótti mikið mein að því, hve sjaldan hann gat dvalið í Englandi vegna stjórnarstarfa á Spáni. Er mælt, að María hafi eitt sinn, er Filippus var í heimsókn hjá henni, troðið framan á sig koddum til þess að teygja hann til lengri dvalar hjá sér, þar sem ríkisarfi væri á leiðinni. En þeim hjónum varð ekki barna auðið. María ríkti skamma stund, dó árið 1556. Elísabet dóttir Hinriks VIII. og Önnu Boleyn tók við ríki eftir Blóð-Maríu. Hún var uppfrædd í trú mótmæl- enda. Höfðu mótmælendatrúarmenn skjót tök á því, að Elísabet yrði til drottningar tekin á Englandi, þegar eftir andlát Blóð-Maríu, svo Filippus Spánarkonungur næði ekki völdum. Þeir höfðu borið harm sinn í hljóði meðan María sat að völdum og treyst á betri tíma, þegar Elísabet væri orðin drottning. Áttu þeir sín í að hefna á kaþólskum mönnum í landinu, enda var V í K I N B U R 327

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.