Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 44
inni og farminum. Eldibrandinum er ekki fisj- að saman. 0g við hleyptum á land, án þess að lækka seglin, og báturinn skrúfaði stefnið djúpt nið- ur í sandinn. Það er óhætt að segja, að við lét- um hendur standa fram úr ermum! Mér finnst þetta allt hafa verið draumur, þegar ég hugsa um það. Allir bæjarbúar þustu að bátnum líkt og óvígur her. Unglingarnir hlupu éins og rottur niður í lestina. „Flýtið ykkur, látið það ganga dálítið skont, annai’S kemur lögreglan okkur í opna-skjöldu!“ Bögglunum var varpað í sjóinn af þilfarinu, en þá tóku við þeim berfættir menn og konuh með stytt pilsin, og hlupu með þá burt, sitt í hvora áttina. Á augabragði var farmurinn horfinn, líkt og sandurinn hefði gleypt hann. Tóbakið flæddi yfir Torresalina, eins og brotsjór, og þrengdi sér inn á hvert heimili. Alkalden sagði við skipstjórann í föðurlegum- heilræðatón: — Þetta er alltof mikið. Ef þið komið öllum farminum undan, verða tollverðirnir illir viður- eignar. Þið verðið að minnsta kosti að skilja fáeina pakka eftir til að réttlæta það, að þeir eltu ykkur hingað inn. Skipstjórinn féllst á það. — Nújæja. Útbúið þið nokkra pakka með hönkum af lélegasta tóbakinu. Þeir verða að láta sér það nægja. Síðan hélt hann af stað inn í plássið með skipsskjölin undir peysunni. En allt í einu stakk hann við fótum. Þessi slóttugi refur hugsaði fyrir öllu. — Málið þið bæði fyrir nafn og númer, hróp- aði hann. Það var eins og vaxið hefðu fætur út úr báts- síðunum. Báturinn var þegar kominn úr sjó og rann eftir sandínum í miðjum hópi æpandi fólksins. — Þetta var vel af sér vikið! Þeir sækja ekki gull í greipar okkar! Maðurinn, sem fótbrotnað hafði, var studdur burt af konu sinni og móður. Vesalingurinn kveinkaði sér við hverja hreyfingu, en hann, harkaði af sér og gladdist með hinum yfir því, ;að farminum var borgið, og jafnframt hló hon- um hugur við, hvernig snúið hafði verið á yfir- völdin. Þegar síðustu tóbakspakkarnir hurfu inn 1 Torresalina, var hafizt handa að ryðja bátinn. Segl, akkeri, árar, öllu var komið undan, jafn- vel siglunni, sem nokkrir drengir öxluðu og báru í fylkingu í hinn enda plássins. Báturinn varð eins og ónýtt flak, jafn rúinn og óhrjá- legur og hann er núna. Svo kom röðin að málurunum. Eldibrandur- inn varð eins óþekkjanlegur og múlasni tatar- ans. Þeir máluðu yfir nafnið með tveim pensil- strokum, og það örlaði hvergi á einkennisstöf- um eða númeri. Fallbyssubáturinn varpaði akkerum í sama mund og síðustu munirnir úr bátnum hurfu fyrir næsta götuhorn. Ég varð eftir niðri á ströndinni til að sjá hvernig þessu reiddi af. En til að vekja ekki á mér grunsemdir, bauðst ég til að hjálpa nokkr- um kunningjum mínum að setja niður bát, sem þeir áttu. Fallbyssubáturinn sendi vélbát í land með vopnað lið, sem stökk upp í fjöruna jafnskjótt og báturinn tók niðri. Foringi liðsins fór í broddi fylkingar og varð æfur, þegar hann sá Eldibrandinn. Hann bölvaði riddaraliðsskyttun- um, sem hann hélt að hef ðu gert bátinn upptæk- an, í sand og ösku. Á sama tíma fögnuðu íbúar Torresalina yfir bellibragði sínu, og þeir hefðu skemmt sér enn konunglegar, ef þeir, eins og ég, hefðu séð svipinn á tollgæzlumönnunum, þegar þeir fundu aðeins fáeinar hankir af mygl- uðu tóbaki í bátnum. „En hvernig fór svo?“ spurði ég gamla smygl- arann. „Var enginn tekinn fastur?“ „Hvern hefðu þ'eir svo sem átt að taka fast- an ? Þeir gátu engan handtekið nema Eldibrand- inn, og hann gerðu þeir upptækan. Það varð að miklu blaðamáli og helmingur íbúanna í Torre- salina var kallaður sem vitni. En enginn vissi neitt. — Hvaðan var báturinn? Almenn þögn. Enginn hafði séð einkennisstafina. — Hvaða menn voru á bátnum? — Jafnskjótt og bátur- inn hafði tekið land höfðu nokkrir menn stokk- ið upp úr honum og hlaupið í burtu. Annað var ekki á vitnunum að græða“. „Og hvað varð um farminn?“ spurði ég. „Hann seldum við. Þannig eru fátæklingarn- ir. Þegar við komum að landi, þreif hver mað- ur einn böggul og hljóp með hann heim til sín. En daginn eftir var skipstjóranum afhent það alltsaman aftur, — hvert tangur og tetur. Við, sem daglega teflum lífi okkar í hættu við að afla lífsnauðsynja, við erum ekki eins veikir fyrir freistingunum og hinir“. „Og síðan“, hélt gamli sjómaðurinn áfram, „hefur Eldibrandurinn legið hér sem herfang. En nú verður þess ekki langt að bíða, að hann leggi aftur til hafs með gamla skipstjórann sinn innanborðs. Skriffinnskunni virðist vera að Ijúka. Þá verður hann boðinn upp og sleginn 336 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.