Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 22
Fílaskyttan - SAGA UM ÁSTIR OG ELDHEITT BLÖÐ - Við höfðum siglt fjóra daga frá Ríó áleiðis til New York og vorum staddir á breiddargráðu, sem minnti einna helzt á bakarofn. Hljómsveitin lék uppi á farþegapallinum. Allir, sem vetlingi gátu valdið, höfðu leitað upp á þilfarið til að anda að sér kvöldsvalanum, og þaðan glóði á pípur og vindlinga farþeganna, eins og log- andi augu í myrkrinu. Við höfðum byrjað samræðurnar á því að tala um hjónabönd, — skipstjórinn, skipslækn- irinn og nokkrir farþeganna, allt karlmenn, staddir í reyksalnum, — við ræddum ekki um hjónabönd sem slík, heldur miklu fremur það, hve ungir menn voru fíflskir í ástamálum, og um þá furðulegu ástríðu, sem eitt augnatillit eða raddbrigði kvenna gátu vakið hjá karlmann- inum og í einni svipan breytt lífi hans í himna- ríkissælu eða helvítiskvöl. Það var Fernald; kraftalegur verkfræðingur frá New York, sem kom af stað umræðunum. Hann sagði: — Það er í senn heilbrigt og óhjá- kvæmilegt, að ungir menn gifti sig, en hitt er kjánaskapur að verða ástfanginn við fyrstu sýn og steypa sér kollhnýs inn í hjónabandið. . . . Það græðir enginn á því, nema lögfræðingarnir. Hvað er hjónabandið annað en félagslegt sam- starf? Hví skyldi karlmaðurinn ekki velja sér maka með sömu kostgæfni og alúð og hann beit- ir við verklegar framkvæmdir? — Við getum líkt hjónabandinu við einskonar fjármálaráðstefnu, sagði skipstjórinn þurrlega. — Alveg rétt, sagði verkfræðingurinn, — þá mikilvægustu í lífi karlmannsins. En hann ætti ekki að hirða um slíkt fyrr en hann er orðinn það lífsreyndur, að hann geti ávaxtað líf sitt með öryggi og festu. Þá fyrst ætti hann að fara að Iíta í kringum sig, og þegar hann kynnist svo stúlku, sem hæfir honum, þá á hann að leita ástar hennar vitandi vits og með fullri skyn- semi, en ekki stútfullur af billegri rómantík úr reyfurum og kvikmyndum. Ég er ekki að níða ástina í sjálfu sér. En helmingurinn af þessum fljótaskriftarhjónaböndum er ekki heldur sprottinn af ást. Skipslæknirinn, sem enn hafði ekkert lagt til málanna, kveikti í pípu sinni og leit til verk- fræðingsins með hæðnisglampa í hvössum, gáfu- legum augunum. Hann hafði eytt æskuárum sín- um í Mið-Afríku og síðan siglt í hitabeltinu ár- um saman. Hann tók rólega til máls: — Jæja, herra verkfræðingur, svo þér álítið að þér getið líkt hjónabandinu við einskonar verzlunarsamninga ? — Já, ég á við, sagði verkfræðingurinn dá- lítið hikandi, að það séu einungis kjánar, sem falla fyrir fyrstu lagjegu snoppunni, sem þeir sjá. Flestar stúlkur vilja giftast. Það er karl- maðurinn, sem á að velja og hafna. Og hann getur engum kennt um, nema sjálfum sér. —Ég dáist að sjálfsáliti yðar, sagði skips- læknirinn. Við vissum, að hann var ógiftur. — Ég er að vísu aðeins áhorfandi að leiknum, en áhorfandinn er oft glöggskyggnari en leikend- urnir sjálfir, og ég hef verið áhorfandi að mörg- um ástarsjónleiknum um dagana. Að mínu viti hafið þér gleymt mjög mikilvægri staðreynd: hinum duldu öflum lífsins sjálfs. Þau eru köld, miskunnarlaus, óútreiknanleg og snerta ekk- ert skynsemina. Ég man eftir fílaskyttu, Doyle að nafni, sem ég kynntist í Afríku. Hann minn- ir mig á yður. Hann var enginn kvennavinur. Hann forðaðist konur. Hann þóttist einnig geta verið fullkominn herra yfir sterkustu ástríðu allra manna. Það varð stundarþögn. Mennirnir færðu sig nær lækninum, þeir vissu, að nú myndi hann segja þeim eitt af hinum mörgu ævintýrum sín- um. — Hvernig fór fyrir honum? spurðu þeir hver í kapp við annan. — Langar ykkur að heyra það? Eftirvæntingarfullt muldur: — Jú, jú, endi- lega. Og hér kemur sagan, sem skipslæknirinn sagði: — Fort Ross er á brezka nýlendusvæðinu. Það er hafnarbær, sem er miðstöð allrar verzlunar 314 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.