Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 17
um Pentlandssundið, í sólskini og blíðu. Nú var Kobbi ekki sjóveikur, en andlega líðanin var( ekki góð. Hvað ætti hann að segja, er heim kæmi úr þessari sneypulegu ferð? Allt hefði honum get- að dottið í hug annað en að hann yrði settur x steininn. Verst leið honum, þegar skipverjarnir voru að sýna hver öðrum ýmislegt, sem þeix* höfðu keypt: Handa konunni, handa unnust- unni, handa krökkunum, o. s. frv. Stundum var Kobbi spurður hvað hann hefði keypt, en þá fór hann undan í flæmingi. Sigga stýrimann grunaði ýmislegt, og einu sinni er þeir voru einir, minntist hann á það við Kobba, að sennilega hefði orðið lítill árang- ur af ferð hans. Kobbi trúði honum þá fyrir öllu saman. Siggi gat ekki stillt sig um að brosa. — Já, mér datt það í hug, að eitthvað væri bogið við þetta. Nú skal ég segja þér eitt, lagsi. Láki er bezti verkmaðurinn hér um borð, vand- virkur og hörkuduglegur sjómaður, en voðaleg- ur tralli er í land kemur, sérstaklega í Eng- landi. Ég var að hugsa um að aðvara þig, en kunni ekki við að sletta mér fram í ykkar einkamál. Togarinn sla'eið inn Faxaflóa, veðrið vart ljómandi gott. Allir voru í ágætu skapi, en Láki1 var kátastur allra. Hann söng og trallaði um allt skip, enda orðinn vel kjafthýr. Áður en komið var á ytri höfnina náði Kobbi Láka á eintal niður í lúkar. — Heyrðu, Láki, hvað í ósköpunum á ég að segja, þegar ég kem í land? — Ha, segja? Láki glápti á hann. — Segja, þú heldur bara kjafti og lætur ímyndunarafi kunningjanna fljúga um loftin blá. — En verzlunin? — Verzlunin? Hvaða skollans verzlun? — Nú, það sem ég átti að kaupa. — Já, þú segir nokkuð! Láki varð hugsi. Allt í einu spratt hann upp: — Húrra! hróp- aði hann. Kobbi varð alveg hlessa. — Ertu orðinn vit- laus, Láki? — Vitlaus? Nei, ónei, öðru nær. Ég fékk þessa líka indælu brein veif. — Brein veif? — Já, brein veif, eða innfall. — Innfall? — Innfall, já, eða hugdettu, ef þú hefur1 betri lyst á því. — Sko, Kobbi minn: Þegar þú kemur heim, þá heilsarðu öllu fólkinu, sko, með þinni alkunnu kurteisi og blíðu. Síðan ferðu til kærustunnar — það er að segja, ef þú átt hana nokkra — og kyssir hana frá mér. Síðan kallarðu alla fjöl- skylduna saman og gefur öllum snaps, sko, hér, er flaska, sem þú mátt eiga. — Ég hlusta ekki lengur á þessa vitleysu, Kobbi var orðinn reiður. — Vitleysu! Vei'tu nú í'ólegui’, Kobbi minn. Sko, klukkan verður um átta, þegar við kom- umst í land — og engar verzlanir búnar að< opna. Nú var Kobbi handviss um, að Láki var orð- inn meira en lítið ruglaður. — Verzlanir! Hvern fjandann varðar mig um verzlanir ? — Bara rólegur, lagsi, nú kemúr það. Þegar þú kemur heim, segirðu að dót þitt sé í toll- skoðun í tollstöðinni. Þú eigir að sækja þaðl klukkan tíu. Nú, nú, í fyllingu tímans ferðu niður í bæ og kaupir bara í íslenzkum verzlum um það, sem þú áttir að kaupa í Englandi. Þú manst bara eftir að taka verðmiðana í burtu. Hja, Kobba fannst þetta nú ekki svo vitlaust. En . . . — En hvað? — En það, sem ekki fæst hér heima? — Ja, það. Það tóku tollararnir, sko, gerðu það upptækt, bannaður innflutningur, Kobbi. minn.------- Togarinn seig hægt inn á Reykjavíkurhöfn. Sjórinn var spegilsléttur. Útsýnið út flóann dýi'legt og vor í lofti. Kobbi horfði hugfanginn í land. Hann fann til óumræðilegs feginleika og stei'krar öryggis- tilfinningai', er hann leit yfir bæinn. Þama átti hann heima og þarna vildi hann vera. En hjá sjómönnunum var aðeins enn einni Englandsferð farsællega lokið. nœlki Það kom eigi ósjaldan fyrir, að ameríska skáldið Mark Twain fékk sendar ljósmyndir af mönnum (að- dáendum), sem sögðust líkjast skáldinu mjög að útliti og spurðu, hvort Twain væri ekki sömu skoðunar. Loks leiddist Twain þetta og samdi þá svarbréf í eitt skipti fyrir öll, sem hann sendi síðan öllum slíkum „tvíför- um“ sínum. Bréfið var á þessa leið: „Heiðraði herra. Ég þakka innvirðulega bréfið og myndina. Þér eruð tvímælalaust miklu líkari mér en ég. er sjálfur og hef ég ákveðið, að nota mynd yðar framvegis í hvert sinn sem ég raka mig, í staðinn fyrir spegil“. ★ Gáfaðir menn eru skarpvitrastir og snjallastir þegar þeir hafa á röngu að standa. Goethe. V í K I N □ U R 3D9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.