Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 54
móðir hans og leit rannsakandi til hans. — Hún er alltaf að flækjast með þessum stúdentsslána. — Með hverjum? — Með prestssyninum? — Hún Signý? — Einmitt það! Það var skrítið. — Nú, finnst þér það skrítið? Móðir hans var hætt að skilja hann. Hún gat líka frætt hann á því, hverju móðir Signýjar hafði trúað henni fyrir: að þau, Signý og stúdentinn, hefðu skrifast á síðan um páska. — Móðir Eiríks sagði honum þetta með gremjublandinni röddu. Hún hélt að það væri þarna, sem skórinn kreppti að Eiríki. En honum létti í skapi því lengur sem hún talaði. Hann varð gripinn eirðarleysi og rápaði upp og niður stigann að herbergi sínu. Svo settist hann aftur að úti í garðinum og tuggði puntstrá, sem kom honum í stað tóbaks, er hann notaði ekki. Svo sagði hann: — Stúdentsslána, sagðirðu, — hvað meintirðu með því? . — Já, ég sagði það. Eða finnst þér nokkurt vit í fyrir ujiga og hrausta stúlku að vera að draga sig eftir svona vesalingi? — Ég skil ekki hvernig þú getur fengið af þér að tala svona um heiðarlegt fólk. Það er svo ólíkt þér. Ég þekki ekki stúdcntinn, eftir því litla sem ég iief heyrt og séð til hans, þá virðist hann vera bezti maður. Já, — og svo verður hann læknir með tímanum og sezt að norður í Lapplandi, og þá sverfur frostið vafalaust af honum freknurnar. Eiríki fannst móðir sín vera ósanngjörn. Það var engin ástæða til að fara jiiðrandi orðum um Jón Albert. — Nújá, — hann og Signý! Eiríkur stóð upp og varp öndinrii feginslega. Það gat þá ekki verið liann! Hann reikaði út um hlaðið og upp að kirkjunni. Þeg- ar hann gekk framhjá pi-estssetrinu, sem var hálffalið bak við laufmikla hlyni, sá hann stúlku í sítróngulum kjól bregða fyrir í einum glugganuin. Hann stakk við fótum. En þá var stúlkan horfin. Þegar hann var kominn framhjá kirkjunni og inn í skóginn, varð hann gripinn þessari ljúfu stemningu, sem hann hafði saknað á morgunferðum sínum hingað til. Hádegissólin skein gegnum laufþykknið og livíldi eins og gullinn útsaumur á skógarbotninum milli stofn- anna og felldi á umhverfið réttan svip litbrigða og skugga. Honum fannst aftur sem fyrir vit hans bæri angan af ilmvötnum Fanneyjar, „Quelques Fleurs", og að hann heyrði lagstúfinn, sem hún var vön að raula. Já, honum fannst hún ganga við hlið sér. Hann kom upp í gilskorninginn og á staðiim helga, þar sem hann hafði setið á hverjum morgni að undan- förnu. Honum fannst, að eitthvað hlyti að gerast. Eftir tvo daga átti hann að fara. Hann ætti kannski að hringja til hennar og kveðja hana? Honum fannst það skylda sín. Hann hvíslaði: — Fanney, Fanney, án þess að vita af því sjálfur. I sömu andrá komu tvær hringskreyttar hendur aftan að honum og lögðust að vöngum hans. — Hvað var þetta? Var hann að dreyma um hábjartan daginn. — Hann sneri sér við og sá livar hún stóð líkt og hold- gaður andi, — brosandi brúðuandlitið, liraustlegt og gullið af sól og sjávarlofti, yfir sítróngulum kjól með stórum laufaborðum á öxlunum. llann horfði í dökk- blá áugu hennar, dálítið efins og ringlaður. — Varstu að kalla á mig, Eiríkur? sagði hún og hló. — Nei, var ég að því? tókst honum loks að stynja upp. — Já, og ég kom eins og ég hefði sprottið upp úr jörðinni. — Eða fallið af himnum ofan, leiðrétti hann. Hann var staðinn upp og hafði gripið um hendur hennar. — Það var gott þú komst. Ég var farinn að halda að ég fengi ekki að kveðja þig og þakka þér fyi'ir samver-. una áður en ég færi. — Kysstu mig, hvíslaði hún. — Má ég það? — Já — fljótt, fljótt. Hann hallaði henni að brjósti sér, líkt og húti væri heilög vera, sem hæglega gæti breytzt í !oft í næstu andrá. Heit og áfjáð játuðu þau hvort öðru ást sína, — og tvö ung hjörtu slógu í takt. — En hvað um hinn? spurði Eiríkur löngu seinna, Jtegar mesta hamingjuvíman var runnin af lionum. — Það hefur aldrei verið neinn annar. — En hann — stúdentinn, á ég við? — Hver? Hann Jón Albert, frændi minn? Hahaha! Hvað er með hann? — Ég hélt fyrst að — já, að þú og hann.-------- Fanney faðmaði hann að sér hlæjandi. — Kjáninn. þinn! Ég hef aldrei hugsað um Jón Albert frænda min. Mig grunaði ekki, þegar ég fór hingað, að ég mundi kynnast þér. Og við vorum búin að ákveða að skemmta okkur konunglega saman hér, Jón Albert og ég. En guð minn góður — hann hefur ekki hugann við annað en þessa kjaftforu smábæjarstelpu, Signýju, eins og þú hcfur víst tekið eftir. Og það er svo sem ágætt. — En hvar hefurðu verið allan þennan tíma? Hann var of stoltur til að segja henni frá raunum sínum strax, og fór að tala um siglingafræðina og þar fram eftir götum. En hún virti hann fyrir sér og kímdi. Hún vissi hvað undir bjó. Hann varð þess var og leit snöggt á hana. Og ósjálfrátt varð hún alvarlega og lét á engu bcra. Hún leit niður og sagði: — Þetta máttu aldrei gera framar. Þú mátt aldrei yfirgefa mig, Eirík- ur! — Nei, aldrei, ekki cina sekúndu. En á morgun fcr ég til sjós. — Það veit ég vel. En hvað gerir það? Það er ekki til svo stórt haf, að það fái aðskilið pilt og stúlku, sem unnast, livíslaði hún. Svo sátu þau lengi hlið við hlið á steini og lögðu vangana saman, — án þess að talast við, já, næstum án þess að hugsa. Þau skynjuðu bara hvort annað og létu sig dreyma, eins og ungum hjörtum er lagið einu sinni á ævinni. 346 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.