Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 34
slíku tali lengi vel, en eitt sinn, er henni leiddist frekja hirðmeyjanna, segja þær að hún hafi brosað og mælt á þessa leið: Hversu má það ske? Þegar konungur kem- ur til mín á kvöldin, gerir hann ekki annað en kyssa á höndina á mér og bjóða mér góða nótt. Mun það mála sannast, að Hinrik hafi ekki snert Önnu mannshendi þann tíma, sem þau voru samvistum, svo var hann reiður blekkingum ráðgjafanna. Voru þessar blekking- ar upphaf til ónáðar og falls Thomasar Cromwell. Þegar rofaði til á meginlandinu, sendi Hinrik menn til hertogans af Cleve, til samninga um skilnað og bæt- ur fyrir spjöll á dóttur hans, sem engin virðast hafa verið. Greiddi Hinrik hertoganum miklar bætur. Skildu þau Anna og Hinrik í vinsemd. Hún fékk til éignar miklar jarðeignir og árgjald. Katrln Howard. Þegar Hinrik var skilinn við Önnu Cleve, var enn sem fyrr þörf á því, að tryggja Tudorættinni betur ríkiserfðirnar, eða öllu heldur meiri. Konungsson var mesti aumingi til heilsunnar, enda varð hann ekki lang- lífur, ekki nema 17 ára, og hafði þá ríkt í 6 ár. Gnauðuðu nú ráðgjafarnir enn við konung um að kvænast á ný. En bæði var það, að konungur tók að eldast, og að allt, sem laut að ráðahag hans og Önnu Cleve, voru honum hin mestu vonbrigði, eins og áður er sagt. Hinrik var í þetta sinn ófúsari til nýs kvon- fangs en nokkru sinni fyrr, en hann sá, eigi síður en ráðgjafar hans, að mótmælendatrú í Englandi yrði svo bezt borgið, að hans afkomendur tækju við völd- um eftir hann. Lét hann tilleiðast, að ganga enn á ný í hjónaband. Það skilyrði setti hann þó ráðgjöfum sín- um, sem svipast áttu eftir konuefninu, að drottningar- efnið yrði ekki fengið frá útlöndum. Ennfremur setti hann það upp, að hann fengi að sjá og kynnast konu- efninu áður en hann kvæntist. Mundi hann vel blekk- ingar ráðgjafa síns, Thomasar Cromwells, og þeirra annarra, sem gyllt höfðu Önnu fyrir honum, meðal annars með falsmynd frá Holbein. Varð að leita konu- efnis í Englandi, og lögðu ráðgjafarnir til, að Hinrik gengi að eiga Katrínu Howard. Var hún af voldugum, enskum aðaisættum. Kvæntist Hinrik henni. En nú endurtók sig sagan um Önnu Boleyn. Katrín Howard var ung, en konungur við aldur. Gjálífi var mikið við ensku hirðina, eins og þá var títt við kon- ungahirðir álfunnar. Var drottning sjálf fremst í flokki um allan gleðskap, en konungur jafnan önnum kafinn við stjórnarstörf. Lét hann sig stjórn landsins mest skipta hin síðari ár ævi sinnar, bæði í stóru og smáu. Lét sig og eigi síðar varða stjórnmál álfunnar en Englands. Það varð brátt ljóst, að drottning var létt- úðug í meira lagi. Kvisaðist það, að hún mundi eigi hafa verið hrein mey, er hún giftist Hinriki, og að sumir ráðgjafanna hefðu um það vitað. Loks rak að því, að það mátti heita á almanna orði við hirðina, að drottning væri konungi ótrú. Gátu ráðgjafarnir ekki setið lengur auðum höndum. Eitt sinn, er konungur og drottning voru að veizlu á höfðingjasetri nokkru í Englandi, settu ráðgjafarnir út verði til þess að komast að hinu sanna um framferði drottningar. Er skemmst frá að segja, að njósnarmenn stóðu hirðmann einn í rúmi drottningar um miðja nótt, og hana hjá honum. Var drottning síðan handtekin og rannsókn hafin gegn henni og friðlum hennar mörgum. Sannaðist á drottn- ingu, að hún hafði tekið fram hjá konungi með mörg- um hirðmönnum, jafnvel með bróður sínum. Er mál hennar eitthvert ógeðslegasta kynferðismál, sem sögur fara af, og ljóst dæmi um tíðarandann. Var víst eng- inn landsmanna í vafa um, að drottning hefði, með framferði sínu, fyrirgjört lífinu, enda var hún dæmd til dauða og hálshöggvin. Katrín Parr. Það er væntanlega ljóst, að Hinrik hafi verið mesti ólánsmaður um flest hjónabönd sín. En þótt hann hefði skilið við tvær konur og tvær þeirra verið hálshöggn- ar, og hann orðið ekkjumaður einu sinni af eðlilegum ástæðum, þá var þó enn eigi tryggilega séð fyrir rík- iserfðunum. Var nú og fyrir víst vitað, að Játvarður konungsson mundi jafnan verða heilsulaus maður. End- urtekur nú sagan sig, um eggjanir ráðgjafanna um kvonfang á ný. Hinrik var gersamlega fráhverfur öll- um kvonbænum, en lét þó tilleiðast sem fyrr, að taka sér konu á ný. Var betur vandað til þessa hjónabands en þess næsta á undan. Var Hinriki ráðlagt að eiga Katrínu Parr, ekkju Latimer lávarðar, sem hafði á sér mesta siðgæðisorð. Hafði hún átt börn með fyrra manni sínum. Kvæntist Hinrik henni. Með Hinriki og þessari síðustu og sjöttu konu hans fór hið bezta, en ekki varð þeim barna auðið. En er það þótti auðsætt, var tekið til þeirra ráða að breyta erfðalögum krúnunnar. 1 hinum nýju erfðalögum var ákveðið, að Játvarður og hans arfar skyldu erfa krún- una að Hinriki látnum. Að Játvarði látnum og hans afkomendum, skyldi ríkið falla undir Maríu dóttur Katrínar frá Aragóníu, en að þeim lið þrotnum til Elísabetar dóttur Önnu Boleyn og hennar arfa. Væru öll börn Hinriks iátin og þeirra arfar, skyldi Eng- landskrúna hverfa til afkomenda Margrétar systur Hin- riks, sem gift hafði verið Skotakonungi. Yfirlit. Það er væntanlega ljóst af því, sem hér hefur verið sagt frá hjónaböndum Hinriks VIII. að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega kvenhollur. Þegar frá er talinn kunningsskapur hans og Önnu Boleyn, áður en þau gengu að eigast, þá virðast hvatir hans sjálfs engu hafa ráðið um kvonbænir hans. Ráðgjafar konungs og stjórnmálaviðhorf álfunnar réðu mestu um öll kvon- föng hans, einkum þó að tryggja ríkinu löglegan rík- isarfa eftir daga Hinriks, svo innanlandsfriður mætti haldast. Hvernig stendur á því, að jafn merkur og mikil- virkur konungur hefur hlotið að eftirmælum slíkt kven- semis- og grimmdarorð, sem sagan ber vitni um og almenningsálitið enn í dag? Þeir, sem skyggnast og skyggnzt hafa niður í sögu Hinriks, hafa komizt að raun um að hann var sjálfur mjög ófús á að kvong- ast. Má segja, að hann hafi gengið nauðugur að eiga fimm af sex konum sínum. Hann hafði jafnvel svo mikla óbeit á hjúskaparjarmi ráðgjafanna, að þeir beittu hann stundum brögðum og ginntu hann í hjóna- VÍKINGUR 326
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.