Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 57
KTINNI ara meðala. Ef hún er reykt í pípu að sjómanna sið, fjarlægir hún kvef frá heilanum og skilningarvitunum, þurrkar heilann og stöðvar kvef og vatnsrennsli“. ★ Maður hét Isaac de la Peyrére, frakkneskur fræði- maður, f. 1594, d. 1676. Hann ritaði bók um ísland og var þar margt vitlaust og kátlegt, enda var hinn al- ræmdi Blefken ein helzta heimild hans. Peyrére talar m. a. um skáldskap íslendinga og segir, að menn hafi ímyndað sér, að svo mikill kraftur fylgdi Ijóðum ís- lenzkra skálda, að þeir gætu kveðið djöflana upp úr helvíti og stjörnurnar niður af himninum; sumir ís- lendingar, segir liann, séu slík náttúruskáld, að þeir tali allt daglegt mál í ljóðum. Andagiftin kemur yfir þá með nýju tungli; þegar æðið grípur þá, umhverfast þeir allir, andlitið verður náfölt og augun sökkva í höfðinu; þegar svo stendur á, er ekki gott að fást við skáldin, bit óðra hunda er varla eins hættulegt eins og skammir þeirra. ★ Pygmalion, hið fræga leikrit eftir G. B. Shaw var kvikmyndað fyrir nokkrum árum. Sagan segir, að kvik- myndaframleiðandinn Samuel Goldwyn hafi fullvissað Shaw um það, er þeir ræddu um hina væntanlegu kvik- mynd, að hann kærði sig kollóttan þótt hann tapaði á myndinni, aðalatriðið væri hitt, að hún yrði sem full- komnast listaverk. Shaw svaraði: — Þarna kemur glöggt fram munur okkar tveggja, ég hugsa bara um peningana, þér einungis um listina. ★ Þýzk skáldsaga lýsir karli og kojiu, sem vilja eigast í fyrsta kapítula, en ná ekki saman fyrr en í bókarlok. Frönsk saga f jallar um tvær mannverur, sem ná saman í fyrsta kapítula, en vilja síðan ekki sjá hvort annað alla bókina til enda. Rússnesk skáldsaga segir frá karli og konu, sem hvorki ná saman né vilja neitt hvort með annað hafa, og um þetta ritar skáldið 1000 blaðsíður, barmafullar af þunglyndi og hugarvíli. ★ Ráðherrafrú, sem þótti heldur vitgrönn, var ein- hverju sinni kynnt fyrir frægum stjörnufræðingi. Tóku þau tal saman og sagði frúin meðal annars: „Ég get vel skilið, að ykkur stjörnufræðingunum skuli hafa tekizt að reikna út gang himinhnattanna, en hitt er mér meiri ráðgáta, hvernig í ósköpunum þið farið að sjá hvað stjörnurnar heita". ★ Það var í Hollywood. Allmargir gestir voru saman komnir hjá leikaralijónum einum og var fundið upp á Árið 200 fyrir Krist — og 1948! ýmsu til skemmtunar. Skyndilega stakk einhver upp á því, að menn skyldu semja grafskriftir hver yfir annan og lesa þær upp jafnharðan. Snjallasta grafskriftin var samin yfir leikkonu eina, sem nýlega liafði gift sig í ellefta sinn. Hun var svona: Loksins sefur húti ein. ★ Eiginmaðurinn (argur): — Fróðlegt þætti mér að vita, hvers vegna skaparinn gerði ykkur konurnar eins og þið eruð — fallegar, en heimskar. Konan: „Það skal ég segja þér, væni minn. Guð skapaði okkur fallegar til þess að karlmennirnir gætu elskað' okkur, og heimskar til þess að við gætum elskað þá. ★ Kona prófessorsins, sem var hálærð eihs og maður hennar, gaf út merkilegt vísindarit. Þannig hittist á, að í sama mund og ritið kom út, lagðist hún á sæng og eignaðist son. Þegar prófessorinn skyldi halda næsta fyrirlestur var hann mjög glaður yfir þeim ágætu við- tökurn, sem bók frúarinnar hafði fengið, og komst fátt annað að í huga hans. Eigi skerti það ánægjuna, er hann sá að nemendurnir höfðu skrifað stórum stöfum á töfluna: Til hamingju. Hélt hann að þeir ættu við vísindaritið, benti á orðin á töflunni og sagði: „Já, og það get ég sagt ykkur með sanni, að kóna mín gerði það allt sjálf, ég kom þar ekki nærri“. Stúdentarnir sumir liverjir gátu ekki varizt hlátri. Bætti þá prófess- orinn við: „Ég tel það varla, að doktor Jónsson hjálp- aði henni eitthvað lítils háttar“. - V I K I N G U R 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.