Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 19
Mark Twain Hið mikla. íranska einvígi Jafnskjótt og ég frétti um hina heiftarlegu missætt milli monsjör Gambetta og monsjört Fourtou, í Franska félaginu, vissi ég að til al- varlegra atburða myndi koma. Ég vissi þettal vegna þess, að langur persónulegur vinskapun við m. Gambetta, hafði leitt í ljós hina áköfu ósáttfýsi mannsins. — Ég vissi, að ógurlegur, hefndarþorsti myndi gagntaka hann út í yztu endamörk hans umfangsmikla líkama. Ég beið því ekki eftir boðum frá honum, heldur flýtti mér á fund hans. Eins og ég bjóst við, hitti ég hinn góða mann yfirkominn af nið- urbældri, franskri rósemi. Hann æddi fram og aftur um gólfið milli brotanna af húsgögnum sínum, muldrandi samanhangandi blótsyrði: milli gervitannanna. Stanzaði öðru hvoru til aðl leggja frá sér hárreitur í hrúguna, sem komini var á borðið. Hann lagði handlegginn um háls mér, beygði mig áfram yfir ístruna, að brjósti sínu, kysstí mig á báða vanga og þrýsti mér að sér, fjórum, eða fimm sinnum, setti mig síðan í sinn eigin Ihægindastól. Þegar ég hafði náð mér, fórum við að ræða, málið. Ég sagðist búast við, að hann óskaðii eftir að ég yrði einvígisvottur hans. „Auðvitað“, sagði hann. Ég sagði þá, að ég yrði að koma fram undir frönsku nafni, til að komast hjá ámæli landa minna, í því tilfelli að einvígið leiddi til dauða. Það fór hrollur um hann, sennilega við tilhugs- unina um, að einvígi voru ekki í heiðri í Amer- íku. Hann samþykkti þessa beiðni. Þetta varði svo til þess, að blöðin gátu þess, að einvígis- vottur m. Gambetta myndi verða franskur. ■ Fyrst skrifuðum við erfðaskrá hans. Ég krafðist þess, og varð ekki þokað. Ég sagðistj aldrei hafa vitað, að maður með fullu viti gengi til einvígis án þess fyrst að gera erfðaskrá. Hann sagðist aldrei hafa vitað, að maður með1 fullu viti gerði slíkt. Þegar hann hafði gert erfðaskrána, vildi hann fara að velja sín „síð- ustu orð“. Hann óskaði álits míns á eftirfar- andi, sem „síðustu yfirlýsingu“ : „Ég dey fyrir guð minn, fyrir land mitt, fyrir málfrelsi, fyrir framþróunina, fyrir al-> heimsbræðralag manna“. Ég var þessu mótfallinn. Þetta útheimti lang- dreginn dauðdaga. Þetta var ágæt ræða fyrir aðframkominn brjóstveikissjúkling, en hentaðf ekki hraðanum á velli heiðursins. Við veltum! fyrir okkur ýmsum bráðadauða yfirlýsingum, og loks fékk ég hann til að stytta þetta niður í: „Ég dey, svo Frakkland megi lifa!“ Næsta mál á dagskrá var að velja vopnin. Húsbóndi minn sagði, að sér liði hálfilla og fæli! mér þetta, svo og allan annan undirbúning. Ég skrifaði því eftirfarandi orðsendingu, og fór sjálfur með hana til vinar m. Fourtous: „Herra. — M. Gambetta tekur einvígis- áskorun m. Fourtous, og gefur mér fullt um- boð til: Að stinga upp á Plessis Piquet, sem mótstað. Að tírninn sé sólarupprás í fyrra- málið. Að vopnin séu axir. Yðar með virðingu, Mark Twain“. Vinur m. Fourtous las orðsendinguna og fór um hann skjálfti. Síðan sneri hann sér að méú og sagði í ströngum umvöndunartón: „Hafið þér gert yður ljóst, herra minn, hverj- ar yrðu óhjákvæmilegar afleiðingar slíks móts?“ „Tja, hverjar myndu þær svo sem verða?“ „Blóðsúthellingar!“ „Því býst ég við“, svaraði ég. „En hverju höfðuð þér gert ráð fyrir að úthellt yrði, ef mér leyfist að spyrja?“ Þarna skákaði ég honum. Hann sá, að hann hafði hlaupið á sig og flýtti sér að útskýra, og sagðist hafa sagt þetta í gríni, og bætti við, að honum og húsbónda hans myndu falla axir vel. Já, jafnvel kjósa þær helzt. En slíkt færi í bága, við franskar reglur, svo ég yrði að koma með aðrar tillögur. Ég stakk upp á rifflum, tvíhleyptum hagla- byssum og skammbyssum. En að öllu þessu for- köstuðu, hugsaði ég mig lengi um og sagði síðan: „Jæja, ég gefst upp. Kannski þér vilduð VIKINEUR 311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.