Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 11
Hér hafa risið upp myndarlegir kaupstaðir og kauptún. að meira eða Sé þessi frásögn rétt, og mér er næst að halda það, því óljúgfróður var þessi öldungur talinn, þá er hún Norðmönnum sízt til sóma. Síldveiðarnar. Þegar Norðmenn byrjuðu síld- veiðar hér við land 1868, vöktu þær litla eftir- tekt og svo var fram til aflaáranna miklu 1879 —1881. Var því fyrst hreyft í blaðinu „Fróði“ 16. október 1880, sem út kom á Akureyri, að það sé næsta ótilhlýðilegt og með öllu óþolandi, að Norðmenn komi hópum saman á vorin, fylli skip sín síld á fjörðum inni og fari svo, þegar hausta tekur með fullar hendur fjár, án þess að leggja eyri í landhelgissjóðinn. Einnig heyrðust raddir um það í dönskum blöðum 1881, að veiði í landhelgi við Island væri einungis heimiluð dönskum þegnum og því rétt að stemma stigu við veiði Norðmanna. Þessum aðfinnslum skeyttu Norðmenn engu. Árin 1882—1883 komu fram og voru sendar amtmanninum yfir norður- og austuramtinu allmargar þungorðar kærur út af yfirgangi Norðmanna. Júlíus Ilavsteen amtmaður lagði til við ríkisstjórnina, að tveimur lögreglustjór- um væri með konunglegri umboðsskrá falið að fara með dómsvald í málum, er snertu brot á fiskiveiðalöggjöfinni, og skyldi annar sitja í Suður-Múlasýslu, en hinn í Eyjafjarðarsýslu. Tillaga þessi, sem stefndi í rétta át-t, kom aldrei til framkvæmda sökum þess, að hinn 11. sept. 1884 skall yfir veiðiflota Norðmanna á Eyja- firði á svipstundu að kvöldi nefnds dags eitt- hvert mesta og örlagaríkasta fárviðri, sem nefndur floti varð fyrir. Flest veiðiskipin, um fjörutíu að tölu, fórust eða skemmdust mjög og varð þetta áfall til þess, að margir norskir útgerðarmenn. hættu sér aldrei framar til Is- lands. En skömrnu fyrir eða um síðustu alidamót tók aftur að lifna yfir Norðmönnum og 1903 V í K l N □ U R Flestir slíkir staðir eiga sjónum tilveru sína að þakka minna leyti. voru þeir orðnir svo ágengir, að þingmenn Ey- firðinga, þeir Hannes Hafstein og Stefán Stef- ánsson, báru fram frumvarp á Alþingi nefnt ár um ýmislegt snertandi síldveiðar og skyldi m. a. eftir því skipa eftirlitsmann, einn eða í'leiri, við hvern fjörð þar sem síld veiddist, til þess að gæta þess, að lög um síldveiðar o. fl. væri ekki brotin. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi en synjað staðfestingar. Ég hefi í fyrri greinum mínum um „Land- helgi íslands" skýrt frá gremju Norðmanna yfir lögum nr..27, 11. júní 1911 og lögum nr. 33 frá 1922, og í grein minni „Landhelgisgæzlan í smásjá" er sagt frá því, hvernig lög þessi enn í dag eru engan veginn framkvæmd, svo sem vera ber. I stuttu máli má um Norðmenn segja sem síldveiðiþjóð hér við land, að þó við eigum þeim margt gott að þakka frá fyrri árum, sem kenn- urum í þeirri list, að veiða síldina, þá hafa þeir með ágangi sínum fengið kennsluna margfalt borgaða og meira en það. Engin þjóð hefur notað tslan(d frekar sem útsker eða nýlendu við veiðar sínar en Norðmenn hafa gert' og gera, en á þessu verður nú sem fyrst að binda enda. Við erum orðnir þeim jafnfætis um allan veiðiskap og jafnvel í sumum greinum fremri, svo sem útgerð togara. ísland og sjórinn kringum Island á ekki að vera fótaskinn útlendinga, hvort heldur frænd- þjóð eða stórveldi á í hlut. Það, sem hér að síðustu er sagt um Norðmenn á ekki síður við um Svía. Þá verður ekki hjá því komizt, að minnazt nokkuð á Færeyinga, þar sem þeir eru ekki leng- um „samþegnar" okkar. Það var fyrst árið 1871, sem þeir konm til Seyðisfjarðar og þá á eihu skipi, en brátt tók skipunum að fjölga. Lögðu þeir skipum sínum 3D3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.