Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Blaðsíða 26
þegar hann sá, að Larsen stóð einn og hálffullur við afgreiðsluborðið, stóð hann upp og gekk í áttina til hans. Og þá fyrst varð hann þess var, að allra augu hvíldu á honum. Hann heyrði einn liðsforingjann hrópa eitthvað til hans um stúlk- una: — Þú verður að flýta þér, svo þú missir ekki af nýju kærustunni! Hlátrasköll kváðu við um allan salinn. Doyle snerist á hæli. Maðurinn, sem hrópaði, var aðstoðarforingi. Doyle steig eitt skref í áttina til hans. Hann hlýtur að hafa gefið reiðinni, sem safnazt hafði fyrir hið innra með honum allan daginn, útrás í högginu, sem hann greiddi aðstoðarforingjan- um á kjálkann, því það heyrðist slafra í barka hans, líkt og hálsinn hefði brostið. Aðstoðar- foringinn féll dauður niður af stólnum, stein- dauður, og hreyfði sig ekki framar. Allir stukku á fætur. Það kvað við skot. Sumir halda því fram, að kúlunni hafi verið skotið frá borðinu, sem Lopez sat við. Irinn kiknaði í hnjáliðunum — líkt og fíll, sem orðið hefur fyrir byssukúlu. Liðsforingi einn dró sverð sitt úr slíðrum og lagði því gegnum öxl hans. Og í næstu andrá köstuðu allir Portú- galarnir sér yfir hann, líkt og hópur trylltra veiðihunda, sem ráðast að særðu dýri. Lopez var í fylkingarbrjósti og sló hann í höfuðið með skammbyssuskef tinu. Flestir Portúgalanna voru drukknir. Doyle var algjörlega ofurseldur miskunnarleysi þeirra. Þeir notuðu á hann öll vopn, sem fyrir hendi voru, sverð, kylfur, vínflöskur og stóla. Þeir öskruðu eins og villidýr. Og þegar Olga, sem heyrt hafði hávaðann, kom hlaupandi fram í veitingastofuna, lá Doyle hreyfingarlaus á gólf- inu við hliðina á manninum, sem hann hafði rot- að. Hún varð lömuð af skelfingu. Svipur hennar minnti á ljónynju, sem sér maka sinn drepinn. Svo nísti hún saman tönnum, lyfti hleranum á afgreiðsluborðinu, og gekk fram í salinn. Hún hélt steinkylfu yfir höfði sér. Hún virtist ætla að drepa alla viðstadda. Fyrsti maðurinn, sem hún hæfði, féll á gólfið eins og dauður. Síðan sneri hún sér að Lopez. Hann hopaði skelfdur undan henni, hrasaði um stól, spratt upp aftur og þaut fram að dyrunum. Hún sveiflaði kylf- unni á báðar hendur og æpti: — Út! Út með ykkur! Út! Þetta tryllta kvendýr fékk vilja sínum fram- gengt. Hið sterka og blinda afl lífsins hafði hana á valdi sínu. Tveir eða þrír mannanna hefðu get- að haldið henni, en enginn reyndi það. Og þeir muldruðu í barm sinn, eins og sigraður her, þegar þeir gengu niður götuna. Hún kraup við hliðina á Doyle, sem enn var meðvitundarlaus. Hún fór úr bómullarskyrt- unni sinni, reif hana í lengjur og gerði að sár- um hans. Æðið var runnið af henni, en öðru hverju ýlfraði hún ámátlega, svo svarti þjónn- inn varð hræddur og laumaðist fram í eldhúsið. Larsen stóð enn eins og lamaður innan við af- greiðsluborðið og starði á hana skelfdur undan gleraugum sínum. Hún kallaði á þjóninn og sendi hann eftir mér, og ég flýtti mér á vettvang. Doyle var alvarlega særður. Olga horfði á mig ipeð eftirvæntingu. — Æ, stöðvið þér blóðrásina, læknir! Haldið þér, að hann lifi? — Hann kemst vafalaust til heilsu aftur. Hann er ótrúlega sterkbyggður, sagði ég. — Hvernig dó hinn maðurinn? Larsen skýrði okkur frá því. Hún dró andann djúpt og sagði: — Þá verð- ur hann ákærður fyrir morð? Þeir varpa honum 1 fangelsi — kannski hengja þeir hann, þegar sárin gróa. Lopez hatar hann víst? Hún bað mig að búa vel um sár hans. Svo stóð hún upp og gekk upp á loft til að útbúa hvílu handa sjúklingnum. Negraþjóninn sendi hún burtu. Larsen valt út af undir af- greiðsluborðinu og sofnaði. — Með góðri hjúkrun og umhirðu getur hann náð sér á tveim eða þrem dögum, sagði ég. — Stundarfjórðungi síðar var Doyle horfinn. Enginn sá hann framar. Sumir sögðu að hann værr dauður, aðrir, að hann hefði flúið. Eftir rúman klukkutíma frá slagnum, kom herdeild á hraðgöngu að Larsensverzlun. Það voru svertingjar með brugðna byssustingi. Þeim hafði verið skipað að handsama Doyle, lifandi eða dauðan. Þeim var afhent lík aðstoðarforingjans. En þeir fundu ekki lík Doyles. Þeir fundu ekki held- ur Olgu. Ekki heldur negraþjóninn. Ef þeir hefðu leitað í gripahúsinu, hefðu þeir ekki heldur fundið múldýr Larsens, en þeir gerðu það ekki. Myrkrið var dottið á, svo það var of seint að leita frekar þann daginn. En morguninn eftir sáust hófaför múldýrsins á veginum, sem lá norður í konungsríkið Chezas. Og meðfram sporum múldýrsins lágu spor eftir kvenmann, sem litu út eins og konan hefði hall- að sér að múldýrinu til að geta betur stutt eitt- hvað, sem það bar á bakinu. Annað var ekki á leitinni að græða. Þau hljóta að hafa haldið áfram alla nóttina, því þau voru komin út fyrir umráðasvæði Portúgalanna, þegar lýsti af degi. Tveim mánuðum síðar fannst þjónninn á þýzka nýlendusvæðinu. Hann neitaði að leysa frá VÍKIN G U R 318
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.