Samvinnan - 01.10.1933, Page 3
Hagfræði.
Eftir Charles Gide.
VII.
Verkföll.
Verkföllin eru oft álitin aðaltilgangur og takmark
stéttarfélaganna. En það er mesti misskilningur. Stéttar-
félag, sem vel er stjórnað, getur unnið sigra án verkfalla,
alveg eins og góður herforingi getur stýrt liði í leiðangri
án þess að til bardaga komi. Og það er reynsla, að þau
félög, sem sterkust eru og bezt er stjórnað, gera sjaldnast
verkföll. Samt sem áður er verkfallið síðasta úrræðið
(ultima ratio), þegar allt um þrýtur og önnur ráð
reynast ónóg.
En hvað er þá verkfallið í raun og veru ? Það er ekki
fólgið í því einu, að neita að vinna, því að slíkt hefir
x) Hér skal bent á nokkrar bækur um þetta efni: H i s t o r y
of the T r a d e-U n i o n is m eftir Sidney o. Beatricc
W obb (til á sænsku og heitir þar Fackförenings-
rörelsens historia i England; greinin um Gewerb-
vcreine i Handwörterbuch der Staatswissen-
schaften, þar sem bent er á margar bækur um þessi efni;
Geschichtliche Entwiklung der Berufsor-
ganisationen der Arbeitnehmer und Arbeit-
geber aller Lánder eftir W. Kulemann; ennfremur
hið mikla rit, sem gefið er út af Landsorganisationen
i Svíþjóð, Fackföreningsröreisen i Sverige,
Norge, Danmark, Tyskland, England og Frank-
r i k e.
15