Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 4
226
S’A M YINNAN
aldrei talizt varða við lög. Það er ekki heldur fólgið í því
einu að hætta við byrjað verk, því að vinnusamningsrof,
eins og önnur samningsrof, þar sem samningur er ekki
gerður til ákveðins tíma, varðar ekki heldur við lög.
Verkfallið er þvingunarráðstöfun, sem annar aðili gerir
til þess að neyða hinn aðiljann til þess að fallast á breyt-
ingar á ýmsum samningsatriðum, t. d., að hækka um-
samin vinnulaun. Verkfallið er ekki eina ráðið til þess.
Það er hægt að beita öðrum þvingunarráðstöfunum, svo
sem t. d. því, sem nefnt er á útlendu máli sabotage1),
En þegar um verkfall er að ræða, felst þvingunin í hinm
skyndilegu vinnustöðvun og tjóni því, sem hún hefir í
för með sér fyrir vinnuveitanda. Verkfall er því aðeins
ráð, sem dugar, að mikill fjöldi verkamanna taki þátt í
því, t. d. allir verkamenn í verksmiðju undantekningar-
laust, eða allir verkamenn í einni og sömu atvinnugrein,
en þá er verkfallið hættulegt vopn, því að vinnuveitend-
urnir geta þá ekki veitt hver öðrum stuðning; eða þá
loks að allir verkamenn í öllum atvinnugreinum taka
þátt í því (allsherjarverkfall), sem er enn hættulegra
vopn í höndum verkamanna. Það, sem alltaf einkennir
verkföllin, er undanfarandi samtök, sem verkamenn
bindast.
Verkfallið er því eins konar hernaðarráðstöfun, þar
eð markmið hennar er að koma því fram með þvingun,
sem ekki fæst með góðu. Og stríðsbrögð verkfallanna
*) Mcð því oi'ði er átt við það, þcgar verkamenn \alda vinnu-
veitanda tjóni, annaðhvort með því að spilla efnivöru eða vinnu-
tækjum, t. d. mcð því að bera sand í vélarnar, eða með því að
sóa vörum þeim, sem til sölu eru, t. d. með þvi móti að vega
kaupöndum tvöfalt — einnig á þetta við það, þegar verkamenn
svíkjast algerlega um að vinna — eða þegar þeir rangsnúa
öllum vinnureglum til þess að gera alla vinnu ónýta (það er
sú aðferð, sem upprunalega fólst í orðinu, og var hún fyrst upp
tekin af ítölskum járnbrautarmanni. Aðeins liið fyrsta af þessu,
sem nefnt var, tjón á efnivöru eða áhöldum, er talið varða vió
lög.