Samvinnan - 01.10.1933, Síða 5
S A M V I N N A N
227
eru æði lík venjulegum herbrögðum í ófriði. Fjandskap-
urinn hefst án þess að lýst sé ófriði á hendur andstæð-
ingnum, til þess að komið sé að vinnuveitanda óvörum.
Foringjar eru valdir, venjulega tilnefndir af stéttarsam-
bandinu eða allsherjarsambandinu. Aðalvígstöð er sett á
stofn og vistaráðunautur valinn, sem á að sjá fyrir
matvælum handa verkfallsmönnum og heimilisfólki
þeirra. Börn eru flutt burtu til annarra staða, til þess að
auðveldara sé að sjá fyrir nægum vistum. Verðir eru
settir við inngöngudyr verksmiðjanna, til þess að verja
verkfallsbrjótum inngöngu; sömuleiðis eru verðir hafðir
á járnbrautarstöðvum, til þess að varna verkfallsbrjót-
um að koma. Loks eru vopn á lofti gegn verkfallsbrjót-
um eða flokkum þeim, sem fengnir eru til þess að verja
þá. Stundum er jafnvel kveikt í verksmiðjunum, járn-
brautum lokað eða brautarteinar rifnir upp, ljósaleiðslur
eyðilagðar í heilum borgum. Allt þetta er hið sama sem
tíðkast í ófriði. Annars eru verkföll ekki notuð eingöngu
nú á tímum til þess að jafna deilur milli verkamanna og
vinnuveitanda, þau eru einnig notuð sem herbrögð í
stjórnmáladeilum Þannig notaði t. d. verkamannastéttin
í Belgíu það ráð, að lýsa yfir allsherjarverkfalli aftur og
aftur, til þess að knýja fram ákvæði um almennan kosn-
ingarrétt; hið sama gerði verkamannastéttin í Svíþjóð
árið 1909.
Það er því ekki að undra, að í flestum löndum hafa
verkföll verið talin refsivert athæfi og varða við lög. Sú
skoðun hefir verið uppi allt fram að þessu. f Frakklandi
var þó rétturinn til verkfalla viðurkenndur fyrr en rétt-
urinn til samtaka, því að þau lög, sem afnema öll ákvæði
um refsingu fyrir verkföll, voru sett 1864, en réttur
verkamanna til félagssamtaka var ekki viðurkenndur fyrr
en 1884, eins og áður segir. Nú á dögum andmæla menn
ekki lengur réttmæti verkfallanna, og frjálslyndir hag-
fræðingar voru fyrstir manna til þess að viðurkenna
réttmæti þeirra, og það löngu áður en það var viður-
kennt að lögum. Og hvers vegna? Auðvitað af því, að
15*