Samvinnan - 01.10.1933, Side 6
228
S A M V I N N A N
þegar verkföllin fela í sér neitun að vinna, enda þótt
menn taki sig saman um það, þá gera menn ekki annað
með þeim en að nota frjálsræði sitt. Og menn verða aö
viðurkenna réttindi verkamannastéttarinnar til þess að
verja með stríði hagsmuni sína, á meðan engir dómstólar
eru til, sem dæmt geta í deilum milli fjárins og vinnunn-
ar. — Alveg eins og menn verða að viðurkenna rétt þjóð-
anna til ófriðar til þess að verja sjálfstæði sitt og heiður
eða til þess að skera úr deilumálum, á meðan enginn
æðsti dómstóll er til, sem dæmt getur í þeim efnum. Þar
að auki væri mikið ranglæti í því fólgið, að neita verka-
mönnum um rétt tíl verkfalla, þegar þess er gætt, að
ekki er unnt að neita vinnuveitöndum um sams konar rétt.
Að minnsta kosti er það svo, að öll lög og refsiákvæði
vegna verkfalla koma eingöngu niður á verkamönnum.
Og þó að lögin geti algerlega tekið fyrir það, að verka-
menn undirbúi verkfall, með fundum, samkomum, kröfu-
göngum og öðru því, sem er nauðsynlegur aðdragandi,
þá geta lögin hins vegar alls ekki stemmt stigu við því,
að nokkrir vinnuveitendur komi saman á einum stað til
þess að koma sér saman um að lækka vinnulaun eða lýsa
yfir verkbanni (lock-out)1). Adam Smith hélt því
fram, að vinnuveitendur hefði alltaf samtök sín á milli,
svo að lítið bæri á, og slíkt samband eiga þeir miklu hæg-
ara með en verkamenn, af því að þeir eru mörgum sinn-
um færri. Ef menn hefði ekki neitt til þess að vega á
inóti þessu frá verkamanna hálfu, myndi það auðvitað
leiða til þess, að þeir yrði kúgaðir.
Þetta hernaðarástand og hemaðarsiðferði, sem því
fylgir, verða menn að sætta sig við, bæði á milli ólíkra
stétta í þjóðfélaginu og á milli óskyldra þjóða. En samt
sem áður ætti það ekki að svipta oss þeirri von, að sá
*) Verkbann er algerlega andstæða verkfalls. þar eru það
vinnuveitendur, sem neita verkamönnum um vinnu með því að
loka verksmiðjum sínum og verkstæðum samtímis, eftir sam-
komulagi, sem áður er á komið milli þeirra. Með þessu móti
þvinga þeir verkamenn til undanlátssemi.