Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 14
236
S A M V I N N A N
um hefir hann enga slíka mælisnúru að fara eftir1).
Verkamaður krefst t. d. 5 franka á dag í vinnulaun, en
vinnuveitandi kveðst ekki geta greitt meira en 4 franka.
Eftir hvaða lögum, hagfræðilegum eða siðferðilegum, því
að skráð lög eru engin til, á gerðardómarinn að kveða upp
dóm sinn? Á hann að fara eftir kenningunni um hin rétt-
látu laun? Eiga þau að fara eftir venjulegum og sann-
gjörnum þörfum verkamannsins ? Eða eiga þau að mið-
ast við arðsemina af vinnu hans? Eða við verðið á af-
rakstrinum af vinnunni? Öldum saman hafa hagfræðing-
ar glímt við þetta viðfangsefni, en ekkert orðið ágengt.
Hvað á gerðardómarinn þá að gera?1) Hann fer bil
beggja, eins og sagt er. 0g einmitt þess vegna leitar sá
aðili helzt til gerðardóms, sem hefir minna réttlæti sín
megin, því að hann hefir allt að vinna og engu að tapa.
Þess vegna er erfitt að hugsa sér réttmæti þess, að hafa
skyldubundinn gerðardóm-
Samt sem áður hefir slíkur skyldubundinn gerðar-
dómur setið á Nýja-Sjálandi í yfir þrjátíu ár. Það er
raunverulegur dómstóll, og allir verða að hlíta úrskurði
hans. Þessi stofnun, sem tekin var upp smátt og smátt í
öðrum ríkjum Ástralíu, vann mikið gagn lengi vel, og
menn voru farnir að hrósa happi yfir því, að þar með
væri fenginn fullur vinnufriður í landinu. En fyrir nokkru
tóku vinnuveitendur að amast við honum, því að það var
lagt á þeirra herðar að greiða kostnaðinn við hann, svo
sem embættislaun o. fl. Og sömuleiðis tóku verkamenn að
rísa öndverðir gegn honum. Þeir vildu ekki lengur láta
svipta sig réttinum til þess að gera verkföll, og aftur og
L) Ekki má blamla gerðardómi saman við atvinnudómstól-
ana, sem nefndir eru Conseils de prud’hommes. þeir
eru raunverulegir dómstólar, sem dæma ekki um almenn fjár-
hagsmái, svo sem launahækkun, heldur í réttarfarslegum deib
um, svo sem kröfur um greiðslu á óborguðum launum. — þeir
dæma um einstök atriði, en ekki almenn deilumál.
*) Sjá það, sem áður er sagt um hin réttlátu vinnulaun.