Samvinnan - 01.10.1933, Side 17
SAMVINNAN
239
augnamiði1). Af þessu leiddi misfellur, bæði í heilbrigðis-
legum, siðferðilegum, þjóðskipulegum og fjárhagslegum
efnum, sem ekki varð við unað til lengdar. Breytingar
hlutu að koma fram. Ríkið hafði lengi hikað við að grípa
fram fyrir hendur manna í atvinnulífinu, en nú varð eklci
lengur unnt að hika, þegar óhrekjandi kröfur komu fram,
sem ekki varð við þagað. I Englandi hófst fyrst stóriðja
nútímans á grundvelli frjálsra vinnusamninga og náði
þeim geysilegu framförum, sem öllum eru kunnar. Og
England neyddist líka til þess fyrst allra landa að láta
löggjöfina taka í taumana til þess að tempra vinnuna og
bæta kjör þeirra, sem verst verða úti vegna frjálsu
vinnusamninganna. Enska verksmiðjulöggjöfin
var bráðlega tekin til fyrirmyndar í öðrum löndum, sem
framarlega stóðu í iðnaði. En það er þó ekki fyrr en á
fyrstu tugum 20. aldar, að slík löggjöf verður almenn í
öllum siðmenningarlöndum og úr henni verður jafnframt
allsherjar verkamannalöggjöf, sem nær einnig
til handiðna og heimaiðnaðar, auk verksmiðjuiðnaðar og
stóriðju.
Ríkið hefir látið þessi atriði til sín taka fyrst og
fremst: 1. að takmarka lengd vinnutímans. 2. að tryggja
verkamönnum holla og örugga vinnuhætti. 3. að koma í
veg fyrir þrælkun verkamanna vegna vinnusamninganna.
og stundum jafnvel að tryggja þeim lágmarkslaun. 4. að
Um þrælkun þá, sem verkamannastéttin varð að þola í
byrjun 19. aldar, sérstaklega í Englandi, má lesa hjá Fr.
Engels í Die Lage der arbeitenden Klassen in
England; ennfremur í Das Kapital eftir Karl Marx.
Báðir fara eftir opinberum skýrslum, sem samdar voru eftir
rannsóknum í verksmiðjunum á þeim tima. Enn má benda á
Zwei Biicher zur sozialen Geschichte Eng-
lands eftir A. H e 1 d, og áðumefnt rit H. Herkners, Die
Arbeiterfrage. Nákvæm lýsing á verkamannalöggjöf nú-
timans i Englandi og áhrifum hennar til bóta á afstöðu verka-
manna, bæði fjárhagslega og siðferðilega, er í riti eftir H. v.
N o s t i t z, sem heitir Das Aufsteigen des Arbeiter-
s t a n d e s i n E n g 1 a n d.