Samvinnan - 01.10.1933, Síða 19
SAMYINNAN
241
dagavinnu, þótt þeir vildi, ef keppinautar þeirra vilja ekki
fylgja þeim í því. Til þess að koma fram slíkum um-
bótum er lagasetning því óhjákvæmileg, lög, sem geri
öllum jafnhátt undir höfði, og það er ríkið eitt, sem getur
sett slík lög. Þetta á líka við heilbrigðisráðstafanir í
vinnustöðunum, en um þær þarf alveg sérstakar reglur,
og síðast en ekki sízt þarf á aðstoð ríkisins að halda til
þess að festa þessar umbætur og tryggja þær með samu-
ingum um sams konar aðgerðir í öðrum ríkjum.
En það er ekki nóg, að lög sé sett. Það þarf líka sér-
staka embættismenn, umsjónarmenn í atvinnumálum, til
þess að vaka yfir því, að lögunum sé hlýtt, og þeir verða
að skerast í leikinn, þar sem þess er þörf. Reynslan sýnir,
að án þessa eftirlits eru lögin aðeins dauður bókstafur.
Það getur verið, að mönnum finnist súrt í brotið, að öll
lagasetning um vinnureglur skuli leiða af sér embættis-
mannafjölgun. En ábyrgðartilfinning þeirra, sem lögin
eiga að ná yfir, er því miður oft ekki þroskaðri en svo,
að henni er ekki treystandi einni saman til þess, að lög-
unum verði hlýtt. Jafnvel eftirlit umsjónarmanna er ekki
einhlítt, nema þeir hafi að baki sér sterk samtök og fé-
lagsskap verkamanna1).
Öll verkamannavernd er auðvitað erfiðleikum bundin.
Slíkar aðgerðir hljóta alltaf að vera stirðar í vöfunum. En
þegar um þjóðskipulegar umbætur er að ræða, verða
menn að láta sér nægja að kjósa skárri kostinn af tveim-
ur illum.
Af þeim fjórum atriðum, sem vér sögðum, að ríkið
*) Iðnaðar- eða verksmiðjueftirlit var upp tekið í Englandi
árið 1833. Á Norðurlöndum var það ekki gert fyrr en miklu
-síðar. í Finnlandi með lögum 1898, í Svíþjóð 1899, í Noregi 1892,
m Danmörku hafði það verið gert 1873 þessir umsjónarmenn
eru nú að tölu 5 í Finnlandi, 9 í Svíþjóð, 12 í Noregi og 28 í
Danmörku. I ýmsum löndum hafa menn einnig sett konur til
umsjónar.' Svo er t. d. í Frakklandi siðan 1874, í Englandi,
Dandarikjunum, jtýzkalandi, Ilollandi, Noregi og Danmörku.
1 Finnlandi eru tveir kvenmenn umsjónarmenn, í Sviþjóð einn.
16