Samvinnan - 01.10.1933, Page 20
242
SAMVINNAN
hefði látið til sín taka, er stytting eða takmörkun vinnu-
tímans hið langmerkasta. Launin, sem greidd eru, eru
ekki nema önnur hliðin á launakerfi nútímans. Hin hlið-
in er vinnan, sem unnin er. Umbætur á kjörum verka-
manna geta verið eins mikið komnar undir því, að vinn-
an sé minnkuð, eins og hinu, að launin sé hækkuð. Verka-
mönnum sjálfum er það mikið áhugamál, að vinnutíminn
sé takmarkaður og styttur, einkum vegna þess, að það
leiðir venjulega ekki af sér launalækkun, heldur jafnvel
launahækkun á stundum, af þeim sökum, að erfiðara er
að fá nægan vinnukraft, þegar vinnutíminn er styttur.
En það helzta, sem vænta má af þessari umbót, er það,
að hún verði til þess að auka menntun verkamanna og
bæta bæði siðferðis- og heilbrigðisástand þeirra með því
að tryggja þeim nauðsynlegar tómstundir frá vinnunni
til h r e s s i n g a r í beztu og víðtækustu merkingu þess
orðs; þ. e. a. s. að veita þeim kost á að hætta að vera
vinnuvélar nokkrar stundir á dag og verða í þess stað
menn og samborgarar.
En þetta viðfangsefni, um vinnutímann og lengd
hans, er flókið í eðli sínu og hefir orðið tilefni til margra
og sundurleitra lagasetninga, án þess þó, að hægt sé að
telja það fullleyst ennþá. Það greinist sundur í marga
sérstaka þætti, sem vér skulum nú athuga hvem út aí'
fyrir sig.
Sunnudagavinna kemur öllum verkamönnum
við jafnt, hvort þeir eru karlar eða konur, ungir eða
gamlir. Á erfiðismaðurinn að vera skyldur til að vinna
alla daga vikunnar eða á hann að fá að njóta hvíldar á
sunnudögum og öðrum helgidögum? Menn hafa lagt til
að afnema algerlega alla sunnudagavinnu, bæði vegna
umhyggju fyrir verkamönnum og eins af trúarlegum
hvötum. Og í mörgum löndum, svo sem Sviss, Þýzka-
landi, Austurríki, Ungverjalandi, Hollandi, Danmörku,
Noregi, hefir verkamannalöggjöfin tekið það upp, sem
almenna reglu, að banna vinnu á sunnudögum og öðr-
um helgidögum. En í ýmsum öðrum löndum, svo sem