Samvinnan - 01.10.1933, Side 21
SAMVINNAN
243
Englandi, Svíþjóð og Finnlandi, er það gömul og við-
tekin venja, að telja sunnudaga- og helgidagavinnu
helgibrot, og liggja sektir við því broti. Þótt það sé
nauðsynlegt og sjálfsagt, að verksmiðjufólk fái að
njóta hvíldar einn dag í viku eftir tilbreytingarlaust
strit, sem oft er einnig heilsuspillandi, þá er samt sem
áður allt að því ógerningur að banna með öllu sunnu-
dagavinnu í ýmsum öðrum iðngreinum, og liggur það í
starfstilhöguninni sjálfri. Menn verða því að sætta sig
við þá tilslökun, að bannið nái aðeins til þeirrar vinnu,
sem „ekki þolir bið“, eins og sagt er í hegningarlögunum
sænsk-finnsku, en auðvitað er það orðalag nokkuð teygj-
anlegt.
Annars snýr viðfangsefnið um vinnutímann og lengd
hans nokkuð misjafnlega við, eftir því, hvaða flokkur
verkamanna á í hlut, það fer eftir því, hvort um börn er
að ræða, unglinga, fullorðnar konur eða fullorðna karl-
menn, og er því heppilegast að athuga málið í sambandi
\dð hvern þennan flokk út af fyrir sig.
1. Um barnavinnu er það að segja, að öll iðn-
aðarlönd, að sárfáum undanskildum, sér til vansæmdar,
eru nú á tímum einhuga í því að banna barnavinnu í verk-
smiðjum, þar til börnin hafa náð vissum aldri. En aldurs-
Lakmarkið er mishátt. I Þýzkalandi er það 13 ár síðan
1890 og í Frakklandi sömuleiðis 13 ár síðan 1892; áður
var það 12 ár í þessum Iöndum. í Svíþjóð er það 12—13
ór (síðan 1912), og 14 ár fyrir stúlkubörn í stórum verk-
smiðjum. í Finnlandi er aldurstakmarkið 12 ár, og áður
en sett voru lögin 1889 um vernd verkamanna í iðnaði,
leyfði atvinnulöggjöfin það sem undantekningu að nota
yngri börn en 12 ára í verksmiðjuvinnu og við handiðnir,
ef sá, sem fyrir barninu átti að sjá, lagði fram læknis-
vottorð því til sönnunar, að því stafaði ekki hætta af
vinnunni. í Englandi, Danmörku og Rússlandi er aldurs-
takmarkið 12 ár. Hið réttlátasta væri að hækka aldurs-
takmarkið upp í 14 ár, eins og er í Sviss, Austurríki og
rioregi, eða setja það skilyrði fyrir því, að barnið fengi
16*