Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 23
S A M V I N N A N
245
að nokkru í verkamannalöggjöf nútímans. Menn telja
réttmætt að veita fullþroska konum, sem vinna í þjón-
ustu iðnaðarins, þá vernd, sem þeim hæfir vegna kyn-
íerðis og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Þannig er t. d.
neðanjarðarvinna (í námum og grjótvinnslu) og önnur
erfiðari vinna bönnuð kvenfólki í næstum öllum löndum.
Þar sem skipulag iðnaðar og verkamannalöggjöf er
þroskuðust og lengst á veg komið, er næturvinna einnig
venjulega bönnuð kvenfólki, og auk þess er hámarks-
vinnutími kvenna ákveðinn í nokkrum löndum (í Þýzka-
landi 11 stundir, í Frakklandi 10 stundir), og sængur-
konum er bannað að vinna nokkrar vikur eftir barnsburð
(venjulega 4—6 vikur; í Sviss eru það 8 vikur, þar af
tvær fyrir barnsburð).
Slík takmörkun á vinnu kvenna er framkomin sem
einskonar málamiðlun milli tveggja alólíkra skoðana.
Annars vegar eru þeir, sem róttækastir eru í að tak-
marka vinnu kvenna í líkingu við vinnu bama, og vilja
þeir banna kvenfólki alla verksmiðjuvinnu. Og þeir hafa
nógar röksemdir fyrir skoðun sinni á takteinum, svo
sem upplausn heimilisins, geysiháa dánartölu meðal van-
hirtra barna1), siðferðilegar hættur verksmiðjuiífsins,
bæði fyrir giftar konur og ógiftar og óhollustu þess fyrir
vanfærar konur. — En hins vegar verða menn að líta
svo á, að á þeirri kvenfrelsisöld, sem nú stendur yfir,
þegar hærra en nokkru sinni áður er rætt um jafnrétti
karla og kvenna, þá væri það hneykslanlegt í garð kvenna,
að lýsa þær allar óhæfar til þess að vinna fyrir sér með
venjulegri vinnu. Og þær eiga þegar fullerfitt með að
J) Verksmiðjuvinna kvenna hlýtur að haía það í för með
sér, að þær, sem eiga ungböm, geta ekki haft það á brjósti,
heldur verða að fóstra það öðruvísi, en af því leiðir, að fjöldi
þeirra veslast upp og deyr. þetta atriði kemur því fyrst og
fremst heilbrigðismálum við. — En þetta voðalega mein hafa
menn reynt að lækna með því að stofna ungbamahæli, sem
taka á móti slikum vanhirtum börnum og ala þau upp eftir
beztu reglum, sem þekktar eru.