Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 24
246
SAMVINNAN
vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt, þótt ekki sé lokað
fyrir þeim verksmiðjudyrunum. Að minnsta kosti ætti að
leyfa þeim, sem ógiftar eru, að vinna fyrir sér, og sömu-
leiðis þeim, sem orðnar eru ekkjur, eða með öðrum orð-
um þeim, sem engan eiga að, sem unnið getur fyrir þeim.
4. Um fullorðna karlmenn verður viðfangs-
efnið um takmörkun vinnunnar og vinnutímans ennþá
torleystara. Hér kemur ekki til mála að banna verk-
smiðjuvinnu — það væri allt of mikið — heldur hitt,
hvort takmarka skuli hana að einhverju leyti.
Frjálslyndir hagfræðingar líta svo á, að fullorðnir
og fullveðja menn eigi sjálfir að vera frjálsir að því að
ráða yfir tíma sínum og vinnu, og þeir sé líka færastir
til 'þess sjálfir að sjá hag sínum borgið. En þessu má
andmæla með því, að eins og stóriðjunni nú er háttað, þá
er þetta frjálsræði alls ekki til í raun og veru. Verka-
maðurinn verður að fara til vinnu sinnar nauðugur vilj-
ugur og hætta aftur að vinna, þegar klukkan hringir. Það
gildir einu, hver hans persónulegi vilji er, hann er neydd-
ur til þess að vinna þann ákveðna stundafjölda, sem
honum er ætlaður, ekki aðeins af vinnuveitandanum,
heldur einnig af venjunni og samkeppninni. Það er því
alls ekki um neitt frjálsræði að tala; allt er undir því
einu komið, hvort einhver takmörkun vinnutímans væri
hagfelld og heppileg fyrir verkamannastéttina og heill
hennar, eða fyrir þróun þjóðfélagsins í heild, ef stærra
er á litið. Reynsla ýmissa landa, sem komið hafa á slíkum
takmörkunum, sker úr í þessu efni.
En takmörkun eða stytting vinnutímans hlýtur að
leiða af sér minnkun framleiðslunnar og þá lækkun vinnu-
launa um leið, segja menn. En svo er nú samt ekki. Þegar
verkamenn eru ekki eins þrautpíndir, ekki eins sljóvgaðir
á gleðisnauðu striti og tilbreytingarlausu erfiði, þegar
þeir fá fleiri tómstundir til þess að þroska anda sinn og
sömuleiðis líkama, þá aíkasta þeir miklu meira en áður
á sama tíma. Og sé nú þetta rétt, þá mæla allar líkur