Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 26
S A M V I N N A N
248
H' ■
einu og amerískur verkamaður. — í þriðja lagi verður
að krefjast þess, að vélar og áhöld sé fullkomnuð og end~
urbætt til þess að hægt sé að auka afköst vinnunnar og
jafnvel til þess að gera þau nauðsynleg. Vélarnar eiga
ekki að fylgja á eftir verkamönnunum, heldur að ganga
á undan þeim. En þetta efni kemur mest við vinnuveit-
anda. Verkamönnum er það óviðkomandi. — Þessar
flóknu aðstæður gera það að verkum, að víða þar, sem
vinnutími hefir verið styttur skyndilega, hefir árangur-
inn orðið lélegur, svo að menn hafa neyðzt til að kippa
öllu í sama horfið og áður var.
Fram að þessu hefir það ekki verið nerna í fáurn
löndum, sem löggjöfin hefir gripið fram í til þess að
stytta vinnutíma fullorðinna karlmanna. í Sviss er þeim
bönnuð næturvinna, nema þegar alveg sérstaklega stend-
ur á, svo að ekki verði hjá næturvinnu komizt vegna
verksins sjálfs. Lögákveðinn hámarksvinnutími, eða
venjulegur vinnudagur fyrir fullorðna karl-
menn við iðnaðarstörf er til í Evrópu, t. d. í Sviss og
Austurríki 11 stundir, á Frakklandi 10 stundir, að undan-
teknum smæstu verksmiðjunum* 1), og í Noregi 10 stund-
ir eða 54 stundir á viku. Löggjöfin í sumum ríkjum
Ástralíu hefir nú stytt vinnutímann í 8 stundir á dag, og
í sumum öðrum ríkjum er hann ákveðinn 8—9 stundir
fyrir verkamenn í þjónustu ríkisins2). Eins og kunnugt
er, hafa verkamenn undanfarið barizt fyrir því, að átta
stunda vinnutími á dag yrði lögleiddur. Fyrsta maí ár
hvert halda þeir kröfugöngur í öllum löndum til þess m.
a. að heimta „átturnar þrjár“ (átta stunda vinnu, átta
L í Frakklandi eru elztu lögákvæði um lengd vinnutimaní.
I lögum frá 1848 er ákvæði um 12 stunda vinnu á dag.
2) í Englandi er vinnutími almennt miðaður við 54 stundir
á viku, þ. e. a. s. 9y2 stund á dag, að undanteknum laugardegi,
þegar hann er aðeins 6 stundir. Og í Bandaríkjunum er hann
9—10 stundir. Eins og áður er sagt, hefir þessi stytting vinnu-
tímans komizt á, án þess að löggjöfin tæki í taumana. það eru
stéttarfélögin, sem hafa gengizt fyrir því.