Samvinnan - 01.10.1933, Side 30
252
S A M V I N N A N
hafa það sameiginlegt, að þær svipta hann, um vissan
tíma eða aldur og æfi, vinnulaunum hans og koma þar
með honum sjálfum og heimili hans á vonarvöl. En hvað
getur honum orðið ágengt einsömlum gegn öllum þess-
um féndum? Alls ekkert.
Til þess að verjast þessum hættum áður en þær
skella yfir, getur hann að vísu gert nokkuð. Með sparnaði
og með því að gæta í hvívetna heilsu sinnar, eftir þvi
sem hinar lágu tekjur hans leyfa frekast, getur hann að
nokkru leyti forðað sér frá sjúkdómum og ef til vill tafið
fyrir ellihrörnun og dauða sínum. En honum er ekki unnt
af eigin ramleik að forðast hinar hætturnar, sem nefnd-
ar voru. Varkárni vinnuveitanda og eftirlit ríkisins geta
að nokkru leyti hjálpað til að koma í veg fyrir slys, og
reynslan sýnir, að þeim fer fækkandi í hlutfalli við fjölda
verkamannanna í öllum atvinnugreinum, þar með talin
námuvinna. Um atvinnuleysi er það að segja, að verka-
maðurinn getur ekkert aðhafzt til þess að koma í veg
fyrir það.
Með sparsemi getur verkamaðurinn dregið saman
lítið eitt af fé til þess að nota í stað vinnulaunanna, þeg-
ar þau bregðast af einhverjum þeim orsökum, sem nefnd-
ar voru hér á undan. Með því móti gæti hann haft eitt-
livað að grípa til, þegar erfiðir tímar koma og í ellinni.
En hver vill treysta því, að sparsemi fátæklings, jafnvel
þótt hún sé styrkt og efld fyrir samvinnu og allt það
bezta, sem henni fylgir, geti nægt til þess að tryggja
verkamanni og heimili hans þær tekjur, sem samsvara
þeim verkalaunum, er hann hefir verið sviptur með ein-
hverri af öllum þeim hættum, sem taldar voru hér á
undan, svo sem ef hann verður fyrir langdrægum veik-
indum, eða verður öryrki vegna slysa eða elli?
Að vísu eru til einstök tryggingarfélög sem greiða
svo háar skaðabætur sem menn sjálfir óska, ef slys ber
að höndum eða dauða. En iðgjöld í þeim félögum eru svo
há, að þau hæfa ekki gjaldþoli verkamanna. Og þau leita
ekki heldur viðskipta meðal verkamanna. Jafnvel þeir,