Samvinnan - 01.10.1933, Síða 31
S A M V I N N A N
253
sem hægara eiga um vik að tryggja sig, vanrækja þao
allt of oft. 0g ekki er hægt að krefjast meiri fyrirhyggju
af verkamönnum en öðrum. Þar að auki má benda á, að
engin félög tryggja gegn atvinnuleysi.
Úr því að verkamaðurinn er ekki sjálfum sér nógur í
þessum efnum, verður hann að leita aðstoðar til annarra.
En til hverra á hann að leita? Til vinnuveitanda og ríkis-
ins.
a) Hann getur að minnsta kosti leitað til vinnuveit-
anda með hættur þær, sem eru í beinu sambandi við at-
vinnuna, svo sem slys og atvinnuleysi. Um slysin er það
að segja, að þar eð verkamaðurinn er, eftir launakerf;
því, sem nú ræður, aðeins áhald eða tæki, sem leigt er
af vinnuveitanda, þá ber honum að bera kostnaðinn af
sliti og hrörnun þessa tækis, alveg eins og honum ber að
borga fyrning og slit vélanna. Og um atvinnuleysið er
það að segja, að það er alltaí að nokkru komið undir
framsýni vinnuveitanda, hvort unnt er að sneiða hjá
því eða ekki með því að hafa betra skipulag á fram-
leiðslunni. En það er á hans valdi að gera það með
samningum og samtökum við aðra vinnuveitendur, svo
að hann þurfi ekki að lenda í því öngþveiti, að selja vör-
ur sínar undir sannvirði.
Nokkur ábyrgð getur einnig hvílt á herðum vinnu-
veitanda í sambandi við hættur þær, sem sameiginlegar
eru öllum mönnum, svo sem sjúkdómur, elli og dauði, að
því leyti sem sjúkdómshætta er meiri og hætt við að
elli og dauða beri fyrr að höndum vegna þess, að vinnan
kann að vera heilsuspillandi. Að minnsta kosti er það
eannreynt, að atvinnusjúkdómar eru tíðari, ellilasleiki og
dauði fyrri á ferðum meðal verkamanna en manna í öðr-
um stéttum. Það væri því ekki ranglátt að láta vinnu-
veitendur leggja eitthvað fram til tryggingar gegn þess-
um hættum.
b) Verkamenn geta krafizt hjálpar frá ríkinu eða
með öðrum orðum þjóðarheildinni, vegna þeirrar þjóð-
legu og sameiginlegu ábyrgðartilfinningar, sem krefst