Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 32
254
SAMVINNAN
þess af öllum þegnum, að þeir beri sinn skerf af kostn-
aðinum við framleiðsluna í þarfir ríkisins. Þetta á eink-
um við um atvinnuleysið, sem venjulega á rætur að
rekja til þjóðfélagslegra orsaka.
En ef ríkið tekur á sínar herðar að tryggja verka-
menn gegn ýmsum hættum lífsins, á það þá ekki fullan
rétt á að gera þeim að skyldu að taka þátt í þeirri trygg-
ingu sjálfir að svo miklu leyti, sem efni þeirra og ástæð-
ur leyfa, og jafnvel að leggja vinnuveitöndum sömu skyld-
ur á herðar? Þannig leiðir þessi ábyrgð ríkisins beint tii
þess, að fyrirskipa verkamönnum skyldutryggingu1).
Þessi tvö aðalatriði — lögbundin tryggingarskylda
verkamanna sjálfra og samvinna milli þessara þriggja
aðilja, verkamanns, vinnuveitanda og ríkis, — eru helztu
sérkenni þýzka tryggingarkerfisins. — Auðvitað er þátt-
taka hvers um sig af þessum þremur aðiljum miðuð við
eðli hættunnar, sem tryggt er gegn. Það er Bismarck,
sem kom þvi til leiðar, að þýzka stjórnin skapaði víðtækt
tryggingakerfi fyrir verkamenn. Það var gert með þrenn-
um lögum, sem sett voru hver á fætur öðrum. Hin fyrstu
eru um tryggingu gegn sjúkdómum, sett 1883. Önnur eru
um slysatryggingu, sett 1884. Hin þriðju eru um öryrkja
og ellitryggingu, sett 1889. Síðar var þessum lögum
steypt í eina heild, tryggingarlög ríkisins (R e i c h s-
versicherungsordnung) 19. júlí 1911. Kerfi
þetta nær yfir alla vinnuveitendur og verkamenn í iðn-
aði og landbúnaði, og er þeim skipt í stóra flokka eftir
atvinnugreinum og heimkynni. Iðgjöld slysatryggingar-
innar eru greidd að öllu leyti af vinnuveitöndum; iðgjöld
sjúkratrygginganna að einum þriðja hluta af vinnuveit-
öndum og tveim þriðju hlutum af verkamönnum; iðgjöld
öryrkja- og ellitrygginganna af vinnuveitöndum að hálfu
og af verkamönnum að hálfu, en af því að kostnaður við
]>essa tryggingargrein er allmiklu meiri en iðgjöldum
a) Sjá A. Manes, Arbeiterversicherung; enn-
íremur Zacher, Die Arbeiterversicherung i ni
A u s 1 a n d e .