Samvinnan - 01.10.1933, Síða 34
256
S A M V I N N A N
eg efnahag. Enda þótt sjúkdómur, þegar til lengdar læt-
ur, höggvi stórt skarð í tekjur þess verkamanns, sem
fyrir honum verður, og sé jafnvel einhver algengasta
orsök fátæktar, þá er þetta fjárhagstjón á hinn bóginn
ekki svo voðalegt, ef mikill fjöldi manna tekur á sig að
bæta úr því sameiginlega. Skýrslur hafa sýnt, að meðal-
tal legudaga er ekki nema sjö til átta á mann á ári1).
Þótt vinnulaun tapist eina viku á ári, er það ekki voða-
legur baggi á sæmilegar verkamannstekjur, og það jafn-
vel ekki, þó að við sé bætt sjúkrakostnaði, svo sem læknis-
hjálp og meðölum.
Af þessum ástæðum er það líka að framtak einstak-
linga hefir verið mikið í þessum efnum. í mörgum löndum
hafa sjúkrasamlög náð mjög mikilli útbreiðslu.
Sérstaklega er það í Englandi, þar sem félög þessi eru
nefnd Friendly Societies. 1 Frakklandi er einnig
mikið um þess konar félög og eru þau nefnd þar S o-
ciétés de secours mutuels. Þessi sjúkrasam-
lög eru mjög mannmörg, og eru í þeim menn af ýmsum
stéttum, svo sem smákaupmenn, handiðnamenn, búðar-
þjónar, skrifstofufólk, jarðyrkjumenn og jafnvel fjár-
eignamenn í smáum stíl, auk verkamanna af öllu tagi.
Enda þótt sjúkratrygging með þessu fyrirkomulagi
nái ekki til nándar nærri allrar verkamannastéttarinnar,
hafa menn látið það nægja í mörgum löndum, að skipa
iyrir um starfsemi sjúkrasamlaganna með lagaákvæðum
og veita þeim ríkisistyrk. Þannig er t. d. í Svíþjóð og
Danmörku. Eftir sænskum lögum frá 4. júlí 1910, á
sjúkrahjálp sú, sem veitt er af viðurkenndum ríkisstyrkt-
mn sjúkrasjóðum, að vera fólgin í hjúkrun í sjúkrahúsi
eða ókeypis læknishjálp ásamt læknislyf jum, eða þá í fjár-
styrk, sem nemur eða minnsta kosti 90 aurum á dag fyr-
ir hvern sjúkling, sem er á eigin framfæri. Hjálpartíminn
*) þessi tala er auðvitað breytileg eftir aldri: um tvítugs-
aldur er hún talin sex dagar, en allt að þrjátiu og fimm dagar
um sjötugsaldur.