Samvinnan - 01.10.1933, Page 35
SAMVINNAN
257
á að vera að minnsta kosti 90 dagar á hverju árstíma-
bili. Ef sjúkdómur er langdrægur, er veittur styrkur úr
svonefndum framhaldssjóðum, eftir þann tíma, er hinn
venjulegi sjúkrastyrkur hættir. Jafnvel greftrunarkostn-
að má greiða úr sjúkrasjóði, en ekki má hann fara fram
úr 200 kr. Ríkisstyrkur er miðaður við vissa upphæð á
hvern félaga sjúkrasjóðs eða framhaldssjóðs (hann er 1
kr. á hvern félaga í sjúkrasjóði og 25 aurar á hvern fé-
laga í framhaldssjóði), ásamt vissri upphæð (25 aurum),
sem greidd er á hvem kostaðan legudag, og loks er styrk-
ur (1,4) til útgjalda við læknishjálp og læknislyf.
Samtök einstaklinga virðast samt sem áður ekki
nægja til þess að veita öllum verkalýðnum tryggingu
gegn efnatjóni af sjúkdómum. Þess vegna stigu menn
stærra spor í Þýzkalandi og gerðu sjúkratryggingu
skyldubundna fyrir alla iðnaðarmenn, jarðyrkjumenn, búð-
arþjóna, sjómenn o. fl., o. fl., sem hafa lægri tekjur en
2500 mörk (3150) franka). En þessi skylda er léttbærari
vegna þess, sem áður er nefnt, að vinnuveitöndum er gert
að skyldu að leggja fram þriðja hluta útgjaldanna1).
Sjúkratrygging hefir einnig verið látin ná til sængur-
kvenna.
England fetaði í fótspor Þýzkalands og lögleiddi 16.
desember 1911 skyldubundna sjúkra-, öryrkja- og sæng-
urkvenna-tryggingu fyrir allt verkafólk, sem hefir lægri
tekjur en 160 pund (4000 franka) á ári. Tryggingarnar
ná frá 16 ára aldri og upp til 70 ára aldurs. Þessi lög
heita National Insurance Act. Samkvæmt þeim
a) Hversvegna þvinga menn vinnuveitanda til að leggja
fram þriðjung kostnaðar við veikindi verkamanna? það er af
tveimur ástæðum. Önnur ástæðan er almenn. Af því að sjúk-
dómar þeir, sem verkamenn eru haldnir af, eiga mjög oft rót
sína að rekja til vinnunnar, þeir eru svonefndir atvinnusjúk-
dómar. Hin ástæðan er sérstök fyrir þýzku löggjöfina. þar eru
afleiðingar af slysi taldar rneð til sjúkdóma, ef þær endast
lengur en þrjá mánuði, og verða þá sjúkrasjóðirnir að bera
kostnaðinn.
17