Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 36
258
SAMVINNAN
geta menn úr öðrum stéttum einnig tekið þátt í trygg-
ingum þessum, ef þeir eru í sömu launaflokkum og verka-
menn. Iðgjöldin eru greidd af verkamönnum, vinnuveit-
öndum og ríkinu og eru mishá eftir tekjum og kynferði
hinna tryggðu. Þegar sjúkdóm ber að höndum, fær sá
tryggði ókeypis læknishjálp og læknislyf, sömuleiðis
styrk, frá fjórða degi sjúkdómsins og í tuttugu og sex
vikur þar frá, og nemur sá styrkur 10 sh. fyrir karl-
menn og 7 sh. og 6 d. fyrir konur á viku. Eftir að 26
vikur eru liðnar, er sjúkhngurinn talinn öryrki og fær
upp frá því aðeins 5 sh. á viku, þangað til honum er full-
batnað, eða þá til 70 ára aldurs, ef hann verður aldrei
vinnufær. Þegar sjötugsaldri er náð, fær öryrki ellistyrk
samkvæmt þeim lögum, sem um það gilda. Sjúkratrygg-
ingin nær til fullra 14 miljóna af íbúum Stóra-Bretlands.
Auk Þýzkalands og Stóra-Bretlands er skyldubundin
sjúkratrygging í Austuríki, Ungverjalandi, Rúmeníu,
Serbíu, Luxemborg, Noregi og víðar. Eftir norsku lög-
unum (1909), sem ná einnig yfir tryggingu sængur-
kvenna, eru 6/10 af iðgjaldinu greiddir af tryggða sjálf-
um, V10 af vinnuveitanda, V10 af sveitinni og 2/10 af
ríkinu. Sérstakur iðgjaldataxti er ákveðinn fyrir hvern
sjúkrasjóð. Alllangt er síðan, að byrjað var að ræða urn
skyldubundna sj úkratryggingu í Svíþjóð og Finnlandi.
2. SJysatryggingar.
Slys, sem verður við vinnu, er að orsökunum til
óskylt sjúkdómi, en afleiðingarnar eru hinar sömu, þ. e.
a. s. lengri eða skemmri fötlun frá vinnu, og ef til vill
um aldur og æfi, ef slysið hefir valdið limatjóni. En vegna
þess að orsakirnar eru ólíkar, hvílir miklu meiri ábyrgð
á vinnuveitanda, þegar um slys er að ræða en þegar
sjúkdóm ber að höndum. Sú ábyrgð er augljós. Það er
ekki unnt að koma fram ábyrgð á hendur vinnuveitanda,
þegar verkamaður veikist, en hins vegar verður ábyrgð-
inni tæplega hrundið af honum, þegar slys kemur fyrir