Samvinnan - 01.10.1933, Side 37
SAMVINNAN
259
við vinnuna, jafnvel þótt það hafi orðið af ófyrirsjáan-
legum ástæðum, því að einmitt sú staðreynd, að slysið
hefir viljað til í verksmiðjunni, er nægilegt til þess að
koma á ábyrgðinni á hendur þeim, sem unnið er hjá og
unnið er fyrir. Þetta er almenn skoðun nú á dögum, og
hún er grundvölluð á því hugtaki, sem nefnt er at-
vinnuhætta. Með því er átt við það, að kostnaður,
sem hlýzt af slysum á mönnum í atvinnufyrirtæki eigi
að teljast til almenns kostnaðar fyrirtækisins, alveg eins
og kostnaður af slysum, sem spilla efnivöru eða vinnu-
tækjum, hljóta að lenda á eiganda fyrirtækisins. Verka-
maðurinn greiðir ekkert til tryggingar gegn þess háttar
slysni. — 0g er það einnig svo, þegar slysið er verka-
manninum sjálfum að kenna? Já, því að jafnvel hirðuleysi
verkamannsins, óvarkárni og meira að segja óhlýðni gegn
settum reglum, er talið með áhættu þeirri, sem fyrirtæk-
inu er samfara, og á að réttu lagi að teljast með í reikn-
ingum eigandans sem einn hlutinn af almennum kostnaði
við fyrirtækið. Aðeins þegar svo stendur á, að verkamað-
ur hefir gert sig sekan í „vítaverðu hirðuleysi", eru
ákvæðin um ábyrgðarskylduna á reiki í löggjöf nútímans
um þetta efni. I Þýzkalandi, Austurríki, Ungverjalandi
og Noregi fær verkamaður skaðabætur fyrir slys, þó að
svo standi á þeim. Aftur á móti fær hann þær ekki í Eng-
landi og Finnlandi1).
*) Nefncl sú, sem skipuð var til að endurskoða verkamanna-
löggjöfina í Finnlandi (1907), lagði þó til breytingar í þessu
cfni. Hún vildi láta undanþiggja vinnuveitanda skaðabóta-
greiðslu, aðeins þegar svo stóð á, að verkamaður hafði orðið
vísvitandi valdur að slysinu sjálfur.
Eftir frönskum lögum getur dómari m i n n k a ð skaðabæt-
urnar, ef verkamaðurinn hefir gert sig sekan í óafsakanlegu
glapræði (faute inexcusable). Og hins vegar getur hann
einnig aukið þær, ef vinnuveitanda hefir orðið á á sama hátt.
Dómstólarnir finna þó sjaldan eða aldrei þessar óafsakanlegu
ástæður, jafnvel ekki ölæðið. í Hollandi eru skaðabæturnar
minnkaðar um helming, ef sannaiilegt er, að verkamaður hafi
verið drukkinn.
17