Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 39
SAMVINNAN
261
ekki um neina tryggingu, verða menn að gera ráð fyrir
þeim möguleika, að vinnuveitandinn verði gjaldþrota og
geti engar skaðabætur greitt verkamönnum sínum, þó að
slys beri að höndum, og þá er það ríkið, sem ábyrgist
þeim skaðabætur. Og þetta er það algengasta, bæði um
stóriðjuhölda, sem geta stuðzt við einkatryggingu, og
eins um smæstu vinnuveitendur, sem oftast álíta sér þetta
of kostnaðarsamt og vilja heldur eiga allt undir heppn-
inni, að engin slys komi fyrir.--Ensku lögin um slysa-
tryggingu (W o r k m e n’s Compensation Act
1897) binda sig einnig við það eitt, að ákveða skaðabóta-
skyldur vinnuveitanda og tryggja verkamönnum greiðslu
skaðabótanna, ef svo fer, að vinnuveitandi verði gjald-
þrota.
Hugmyndin um skyldubundna tryggingu hefir verið
tekin upp í fleiri og fleiri löndum, þrátt fyrir allmikla
mótspyrnu, og er það aðallega gert á þeim grundvelli, að
ekkert annað skipulag en tryggingarþvingun geti veitt
verkamönnum fullkomið öryggi, engin önnur aðferð geti
samsvarað þeim þjóðfélagslega tilgangi, sem felst í
skaðabótaskyldu vinnuveitanda gagnvart verkamönnum,
þegar slys koma fyrir þá við atvinnu þeiri'a. Auk Þýzka-
lands, sem einnig hefir gengið í fararbroddi um slysa-
tryggingar, hefir nú verið tekin upp skyldubundin slysa-
trygging í Austurríki, Ungverjalandi, Italíu, Sviss, Hol-
landi, Luxemborg, Rúmeníu, Serbíu, Rússlandi, Noregi,
Finnlandi og víðar1).
vinnu. Umsjónarmenn þeirrar stofnunar gæti alls ekki haft
nægilegt eftirlit með smáslysum, og ríkið myndi vera blekkt
jafnt og stöðugt. En þessi ákvæði takmarka að mjög miklu
leyti starfsvið sjóðsins. En hlutverk hans er ekki síður hitt, að
halda í skefjum iðgjaldahækkunum hjá einkafélögum.
x) Finnsku iögin um ábyrgð vinnuveitanda á slysum, sem
verkamenn verða fyrir (1895), skylda vinnuveitendur í verk-
smiðjuiðnaði, byggingum og landflutningum til skaðabóta
handa verkamönnum, ef slys ber að höndum við vinnuna, ef
ckki verður því um kennt, að slysið stafi af ófyrirgefanlegu
skeytingarleysi verkamannsins sjálfs eða einhverjum óviðráð-