Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 40
262
SAMVINNAN
.9. Ellitryggingar.
Það getur virzt undarlegt að telja ellina eina ai
hættum þeim, sem hverjum manni er búnar. Allir menn
eiga hana yfir höfði sér og vonast eftir að ná henni. Og
menn telja einmitt aðalhættuna fólgna í því að deyja,
áður en þeir ná elli. En þrátt fyrir það, hvílir ellin eins
og mara á verkamönnum þeim, sem ekki hafa sparað sam-
an til hennar og eiga ekkert annað í vændum en að lenda
á sveit eða verða börnum sínum til byrði, sem er ef til
vill ennþá þyngri tilhugsun en liitt. Einmitt í ellinni kem-
ur mismunur efna og ástæðna þyngst niður á fólki. En
þessa hættu geta menn séð fyrir löngu áður en hún dyn-
ur yfir, og menn hafa alla æfina til þess að búa sig undir
að taka henni. Það mætti því svo virðast, að skorti á
fyrirhyggju sé um að kenna hjá þeim, sem lætur ellina
anlegum orsökum, sem ekkert eiga skylt við vinnuna. En trygg-
ingarskyldan er hér einskorðuð við þau slys, sem leiða til
dauða eða algerðrar fötlunar frá vinnu eða varanlegrar fötlun-
ar að nokkru leyti (þar með eru taldir sjúkdómar, sem
standa lengur en 120 daga). Skaðabætur við dauðsfall eða æfi-
langa fötlun má ekki greiða allar í einu lagi, heldur með viss-
um aiborgunum árlega. Skaðabætur fyrir slys. sem ekki leiðir
af sér algerða fötlun, má greiða með því að kosta sjúkrahúsvist
fyrir verkamanninn, ásamt lögákveðnum styrk til konu og
barna. Tryggingin getur farið fram í tryggingarstofnun ríkis-
ins, í innlendu eða útlendu slysatryggingafélagi einstakra
manna, sem viðurkennt er af þinginú, eða þá í samlagsfélög-
um til trygginga, sem einnig sé viðurkennd af þinginu. Slík
samlagsfélög eru til í öllum helztu atvinnugreinum. þingið
getur undanþegið vinnuveitendur tryggingarskvldu þrjú ár i
senn, gegn tryggingu fyrir því, að Verkamenn eigi vísar skaða-
bætur fyrir slys.
í Svíþjóð voru sett lög 1916 um skyldubundna slysatrygg-
ingu fyrir verkamenn. Eftir þeim lögum á hver sá, sem notaður
er til vinnu i þágu annarra fvrir kaup, og jafnvel lærlingur,
sem vinnur kauplaust, að vera tryggður fyrir slysum við
vinnuna, annaðhvort í tryggingarstofnun ríkisins, sem stofnuð
var árið 1903, eða í samlagsfélagi til trvgginga, sem vinnu-