Samvinnan - 01.10.1933, Page 41
SAMVINNAN
263
koma að sér varbúnum og án þess að hafa gert ráðstaf-
anir fyrir henni. En hver sá, sem ætlar að spara til ell-
innar, verður fyrst og fremst að geta sparað; en hve
margir eru þeir í lægri stéttunum, sem geta það, sem
geta sparað án þess að taka nærri sér? Ef menn vilja
safna með sparnaði þeirri fjárhæð, sem nægði til þess að
gefa af sér sem svarar hálfum vinnulaunum, ef miðað er
t. d. við verkamann, sem hefir 2000 franka á ári, þá
þyrfti til þess 25000 franka höfuðstól. þótt reiknað sé með
vaxtavöxtum, þyrfti til þess að spara saman 500 franka
á ári í 80 ár, og það er til of mikils ætlazt. Ef menn vildi
safna aðeins þeim lífeyri, sem nægði þann tíma, sem
líður, frá því að verkamaðurinn hættir að vera vinnu-
fær og þangað til hann deyr, væri það miklu auðveldara,
en þó fullerfitt. Ef lífeyririnn ætti að samsvara hálfum
vinnulaunum og endast handa ekkju verkamannsins líka,
yrði að spara til þess sem svarar 15% af vinnulaununum.
veitendur koma á með sér. Kostnaðurinn við trygginguna er
fenginn með iðgjöldum, sem vinnuveitandi greiðir, og er upp-
hæð þeirra ákveðin af tryggingarstofnuninni og höfð mishá,
eftir því hve vinnan er hættuleg. Ef maður fatlast frá vinnu
vegna slyss, greiðir vinnuveitandi fyrstu 35 dagana beinar
skaðabætur, sem eru fólgnar t vissum sjúkrastyrk auk læknis-
hjálpar og læknislyfja. Að þeim 35 dögum liðnum greiðir
tryggingarstofnunin skaðabætur.
Ef slysið veldur algerðri fötlun frá vinnu, er daglegur
sjúkrastyrkur jafnhár og tveir þriðju hlutar af vinnulaunum
verkamannsins, miðað við það ár, þegar slysið varð, og þar
að auki fær verkamaðurinn ókeypis læknishjálp og læknislyi.
Verkamanni á batavegi, eða þeim, sem fatlast aðeins að
nokkru leyti, (ef fötlun rýrir ekki atvinnu mannsins nema að
einum fjórða hluta) eru greiddar hlutfallslega lægri upphæðir.
Ef verkamaður deyr af slysi, er greiddur útfararkostnaður og
lífeyrir til ekkju (14 af vinnulaunum) og ennfremur styrkur
til barna (V« af vinnulaunum). Samlögð upphæð þess, sem
greitt er þannig, má þó ekki fara fram úr 2/a af vinnulaunuin
þess, sem dó af slysinu. Vinnulaun eru aldrei reiknuð lægri en
200 kr. og aldrei hærri cn 1800 kr.
Eftirlit með slysatryggingunni er falið tryggingaráði.