Samvinnan - 01.10.1933, Síða 44
266
SAMVINNAN
þannig, að vinnuveitandi dregur þau frá vinnulaunum
verkamannsins1). 2. Verkamaður og vinnuveitandi greiða
jafnmikið báðir. 3. Ríkið styður fyrirtækið með styrk-
veizlu til ellistyrkjanna. 4. Réttur til ellistyrks fer eftir
því, hve mörg iðgjöld hafa verið greidd (í Frakklandi
þarf að hafa greitt iðgjöld ífð minnsta kosti í 30 ár, en
í Þýzkalandi er miðað við 1200 vikur). 5. Iðgjöldin eru
lögð fyrir til þess að tryggja rétt þeirra, sem tryggðir
eru, og til þess að létta byrðar verkamanna, með því að
láta þau aukast með vöxtum og vaxtavöxtum.
Frönsku lögin eru þó að mörgu leyti hagfelldari verka-
mönnum, aðallega kemur það fram í þrennu. 1. Ellistyrk-
ur er greiddur þegar við sextugsaldur. 2. Iðgjöld eru allt-
af jafnhá (9 frankar fyrir karlmann, 6 frankar fyrir
konu, 4 frankar og 50 sentímur fyrir ungling innan 18
ára aldurs, og jafnstórar upphæðir greiðir vinnuveit-
andi). En í Þýzkalandi eru iðgjöldin aftur á móti mishá
eftir vinnulaunum, þau lægstu 10 frankar og 40 sentím-
ur, en þau hæstu 31 franki og 20 sentímur. 3. Framlag
ríkisins er 100 frankar til hvers ellistyrks, en í Þýzka-
landi er það ekki nema 50 mörk. — Menn mega ekki
halda, að þessi mismunur skipti litlu máli. Hann kemur
fram í því, að tillög ríkisins verða miklu meiri. Sérstak-
lega veldur það miklum útgjöldum hjá ríkinu, að aldurs-
takmarkið er 10 árum lægra. Styrkþegar verða við það
rniklu fleiri, því að manndauði er einmitt mestur á milli
sextugs og sjötugs.
En hve hár er þá sá styrkur, sem verkamaður fær,
þegar hann er sextugur? Menn telja, að þegar bezt læt-
ur, ef menn gera ráð fyrir óslitinni iðgjaldagreiðslu frá
15 ára aldri til sextugsaldurs, þá geti hann orðið 387
Tryggingin getur einnig náð til annarra stétta þjóðfé-
lagsins, cf þess er óskað, og þá helzt til þeirra, sem eiga við
svipuð lífskjör að búa og verkamenn, svo sem leiguliða, hand-
iðnamanna, sem vinna einir eða hafa aðeins einn mann í vinnu.