Samvinnan - 01.10.1933, Side 47
SAMVINNAN
269
um til framfæris, ásamt öðrum tekjum, sem þeir kunna
að hafa, verður ríkið að bæta við, þannig' er þessi sjálf-
styrktarstarfsemi studd af ríkisstyrk. Með því móti fá
hinir fátækustu og efnaminnstu viðbótarstyrk, sem
reiknaður er eftir áætluðum þörfum þeirra. Viðbótar-
styrkur þessi er veittur, þegar mönnum telst svo til, að
menn hafi ekki meiri tekjur til frambúðar en 300 kr. á
ári karlmenn og 280 kr. kvenmenn, miðað við þann
tíma, þegar réttur til ellistyrks byrjar. Til þess að hljóta
þennan viðbótarstyrk, verður að fullnægja ýmsura skil-
yrðum. Viðbótarstyrkurinn getur orðið hæstur 230 kr.
fyrir karlmann og 215 kr. fyrir konu. Hæsta upphæð,
sem ellistyrkur og viðbótarstyrkur getur numið samtals,
er 430 kr. fyrir karlmann og 374 kr. fyrir konu.
Sænska ellitryggingin víkur að mörgu leyti frá þeirri
þýzku, eins og augljóst er af þessu. Tryggingin er í Sví-
þjóð gerð að almennri þjóðtryggingu, og með því hefir
löggjafinn veitt henni allt annað viðhorf en almennri
verkamannatryggingu og veitt vinnuveitöndum undan-
þágu frá að kosta nokkru til ellitryggingar verkamanna.
I þess stað lætur ríkið meira til sín taka um það að
veita fátæklingum þolanleg kjör í ellinni. Þessi aðferð
líkist því einna mest ríkisstyrknum, sem rætt verður um
hér á eftir.
b) Frjálsar tryggingar styrktar af
ríkinu. 1 Belgíu er ellitryggingin öllum frjáls og sjálf-
ráð, en til þess að hvetja menn til hennar, veitir ríkið
árlegan styrk til hennar, sem nemur sömu upphæð og ið-
gjöld þau, sem verkamenn gi’eiða sjálfir, eða jafnvel
hærri. Ríkið segir sem svo: Hjálpaðu þér sjálfur, og þá
skal ég hjálpa þér. Ríkið styrkir aðeins þá, sem hafa
keypt sér tryggingu í samlagssjóði til ellistyrktar. Ann-
markar þeir, sem vér töldum vera á skyldutryggingu,
fylgja ekki þessari tryggingaraðferð. Umfram allt er það
mikils vert, að þessi aðferð vinnur ekki á móti sparnað-
arviðleitni einstakra manna, heldur hvetur hún til henn-
ar. Hins vegar er sá annmarki á þessari aðferð, að hún