Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 50
272
SAMVINNAN
und fötlunar, því að hitt allt eru hættur, sem teljast til
annara flokka og' eru áður nefndar: sjúkdómar, slys og
elli. En þar sem menn samt sem áður hafa öryrkjana í
flokki sér, þá kemur það af því, að fötlun frá vinnu hefir
miklu víðtækari fjárhagslegar afleiðingar en t. d. elli-
hrörnun, því að fötlunin getur komið yfir menn á hverj-
um aldri, jafnvel þegar við fæðingu, án þess að stytta
líf mannsins. Hún getur því orðið mönnum langvinn
byrði, sem liggur eins og martröð á heimilinu. Auk þess
eru menn ekki eins aumkunarverðir fyrir neitt annað,
því að þessu geta menn ekki spornað við með fyrir-
hyggju, og því ekki heldur hægt um að kenna neinum
einstökum manni.
Slík fötlun frá vinnu, sem gerir menn að öryrkjum,
er því mjög þungbær, en sem betur fer er hún sjaldgæf,
að undanteknu því, er hún fellur saman við ellihrörnun
á síðasta skeiði æfinnar. Tryggingin gegn þessari hættu
er því ekki fjárhagslega erfið, þegar ríkið tekur hana að
sér, og er það vegna þess, hve margir eru tryggðir. Mörg
af lögum þeim um ellitryggingu, sem nefnd voru hér á
undan, og fyrst og fremst þýzku lögin, miða því aðallega
að öryrkjatryggingu, en gera ellitrygginguna að eins-
konar viðbót eða viðauka við öryrkjatrygginguna. Enda
þótt þessi lög sé miðuð við þá hugsun, að styrkur eigi að
veitast öryrkjum, á hvaða aldri sem er, fela þau einnig
það í sér, að gamalmenni eigi rétt á að hvílast, þótt það
sé vinnufært. Eins og áður er sagt, veita þýzku lögin sjö-
tugum mönnum rétt til ellistyrks, og þurfa þeir ekki að
sanna, að þeir sé öryrkjar. Hæð styrksins fer eftir vinnu-
launum, og er að meðaltali nálægt 200 frankar á ári, og
getur það ekki talizt hátt. En oftast getur sá tryggði
þó, eins og áður er bent á, fengið öryrkjastyrk í stað
ellistyrks, og er sá styrkur helmingi hærri en ellistyrk-
urinn. Gamalmenninu er því bezt borgið með því að
sanna, að það sé öryrki, og það gera líka níu af hverjum
tíu gamalmennum í Þýzkalandi.
Frönsku lögin gera hins vegar aðallega ráð fyrir