Samvinnan - 01.10.1933, Síða 54
276
S A M V I N N A N
vera við því búinn að missa atvinnu sína í eina til sex
vikur á ári, eftir því hverja atvinnu hann stundar. En
þetta heggur tilfinnanlega stórt skarð í tekjur hans. Til
vamar gegn þessari miklu og erfiðu hættu eru tvö ráð
til, en hvorugt er einhlítt.
a) Stöðuskipti, sem eru fólgin í því, að veita
verkamanninum einhverja aðra atvinnu. Sérstakar stofn-
anir hafa slíkar útveganir á hendi. Til eru atvinnuskrif-
stofur, sem vísa á atvinnu gegn þóknun, en þær hafa
reynzt svo illa og verið slíkum annmörkum bundnar, að
frönsk lög frá 1904 veita sveitarstjórnum rétt til að loka
þeim og gera þær upptækar, gegn því að greiða eigönd-
um skaðabætur. Atvinrmskrifstofur einkamanna geta hér
eftir aðeins tekið við þóknun frá vinnuveitanda, en ekki
verkamönnum, sem þær útvega vinnu. Loks verður hver
borg, sem telur yfir 10.000 íbúa, að halda uppi atvinnu-
skrifstofu, sem útvegar vinnu ókeypis. Samt sem áður
eru það fáar borgir, sem sett hafa á fót slíkar skrifstof-
ur, og þær gera ekki mikið til gagns. En atvinnuskrifstof-
ur þær, sem útvega atvinnu fyrir þóknun, halda starfi
sínu áfram og hafa fé út úr mönnum undir ýmiskonar
yfirskyni. — En auk þessara stofnana er til margs kon-
ar vinnumiðlunarstarfsemi, sem gerð er í mannúðarskyni.
Stéttafélög verkamanna vilja gjarnan hafa einokun
á vinnumiðlun, af því að það væri óbrigðult ráð til þess
að vinna alla verkamenn á sitt band og þar að auki til
þess að hafa fullkomið eftirlit með þeim, með því að velja
aðeins úr þá duglegustu til starfa og láta þá ganga fyrir
um atvinnu. En það er augljóst, að vinnuveitendur hljóta
að vera þeim aðgerðum andvígir og heimta vinnumiðlun-
ina í sínar hendur. Og það er þeim innan handar, þegar
þeir ráða sjálfir yfir þeirri atvinnu, sem í boði er. Sér-
staklega er þessu þannig háttað í Þýzkalandi, þar sem
vinnuveitendur hafa mjög öflug samtök með sér. Þar er
þess krafizt í mörgum vinnuveitandafélögum, að þeir
einir verkamenn sé ráðnir, sem hafa snúið sér til atvinnu-