Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 55
S A M V I N N A N
277
skrifstofu vinnuveitanda. (Þetta er hið svonefnda H a m-
burg-systera).
En betra en þessar tvennar öfgar væri að hafa at-
vinnuskrifstofu, sem stjórnað væri af fulltrúum frá bæði
verkamönnum og vinnuveitöndum, jafnmörgum úr hvor-
um flokki, og einum hlutlausum oddamanni. Slíkar skrif-
stofur eru til, og eru þær nefndar paritetiskar
(jafnræðar) í Þýzkalandi. Þær eru þar algengar og hafa
gert mikið gagn. Ríkið greiðir venjulega kostnaðinn, sem
af því leiðir, að þær hafa samvinnu sín á milli, og með
því móti kemst smátt og smátt á eins konar allsherjar-
miðlun, sem náð getur yfir allt ríkið.
1 Svíþjóð voru í ársbyrjun 1914 samtals 32 almennar
atvinnuskrifstofur, og af þeim var 21 lánsstofnun og 11
óháðar héraðsstofnanir. Eftir lögum frá 1915 er ríkis-
styrkur veittur til slíkra stofnana, þegar þær eru jafn-
ræðar og hafa á hendi ókeypis vinnumiðlun, enda sé þeim
komið á fót af héraðsþingi, búnaðarfélagi, sveitarstjórn
eða öðrum almennum stofnunum.
I Finnlandi voru árið 1915 átta atvinnuskrifstofur í
stærri borgum landsins. Þær skrifstofur skorti þó allmjög
nauðsynlega samvinnu, en mikið hefir verið gert að því
á síðari árum að bæta úr því, svo að betri árangur náist.
Löggjöfin hefir tekið í taumana til þess að koma á meiri
einingu og samstarfi meðal þessara stofnana, og er ríkið
látið bera kostnaðinn af því samstarfi.
En stöðuskipti eða vinnumiðlun eru ekki fullnægj-
andi ráð gegn atvinnuleysinu, því að allar skýrslur sýna,
að atvinnuleitendur eru fleiri en lausu stöðurnar, að
undanskildum örfáum atvinnugreinum. En hver er or-
sök þessa fyrirbrigðis ? Það virðist undarlegt, þegar svo
stendur á, að til er fjöldi manns, sem skortir hið allra
nauðsynlegasta til lífsins. Hvers vegna eru atvinnuleys-
ingjarnir ekki notaðir til þess að framleiða þær lífsnauð-
synjar, eins og það sýnist eðlilegt og auðvelt? Hvers
vegna er jafnan ofaukið vinnukrafti? Hvers vegna er
jafnan til það, sem Mavx nefndi varalið iðnaðarins? Þetta