Samvinnan - 01.10.1933, Page 56
278
S A M V I N N A N
kemur til af því, að vélyrkjan og það, sem menn halda
iðnaðarframfarir, stefnir að því að minnka það vinnu-
magn, sem nauðsynlegt er til þess að ná ákveðnum
árangri.
En hvað sem öðru líður, þá er þetta mjög varhuga-
vert atriði í vinnuskipulagi nútímans og virðist benda til
þess, að ekki sé allt með felldu (something rotten
in the state of Denmark). Það er ekki gott til
þess að vita, að sá maður, sem vlll afla sér lífsnauðsynja
sinni með venjulegri vinnu, skuli ekki eiga þess nokkum
kost. Jafnaðarstefnan krafðist þess líka fyrir stjórnar-
byltinguna 1848, að ríkið tryggði hverjum manni rétt
t i 1 v i n n u, og það lá nærri, að menn þættist hafa
fundið lausn þessa vandamáls í því, að sá réttu.r væri lög-
skipaður. Alkunn er sú sorglega reynsla, sem fékkst við
það, að vinnustöðvar Louis Blancs voru háðar þessari
hugmynd. Nú á dögum nefna menn tæpast á nafn réttinn
til vinnunnar. Menn hafa séð og sannfærzt um það, að
ríkinu er algerlega ókleift að veita hverjum, sem hafa
vill, nytsama atvinnu, og með því er átt við þá vinnu, sem
í raun og veru skapar ný verðmæti. En það, sem mestu
máli skiptir fyrir verkamanninn, er rétturinn til
vinnulauna, svo að tillögur jafnaðarmanna nútímans
beinast fyrst og fremst að kröfunni um viss lágmarkslaun
— á meðan beðið er eftir þjóðnýtingu framleiðslutækj-
anna, sem á að breyta atvinnuleysinu í tómstundir og
Idppa því í lag, sem nú er aflaga.
b) Annað ráðið gegn atvinnuleysinu er t r y g g i n g,
sem bætir atvinnulausum mönnum það tjón, sem þeir
verða fyrir, með því að þeim eru greidd annars staðar að
þau vinnulaun að nokkru eða öllu leyti, sem hann missir
vegna atvinnuleysisins. Ráðið er hér hið sama sem við
aðrar atvinnuhættur, sem nefndar eru hér á undan. En
þess er að gæta, að tryggingin er í þessu efni miklu örð-
i>gri viðfangs, ekki af þeim sökum, að þessi hætta sé al-
gengari og víðtækari, heldur fyrst og fremst vegna þess,
að ókleift má heita með öllu að greina í sundur verulegt