Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 59
S A M V I N N A N
281
einokun á þeim. Sennilegt er, að margar héraðsstjórnir
myndi hika við að leggja út á þá braut, og ef þær gerði
það, mætti stéttarfélögin eiga það víst, að styrkurinn
írá héruðunum yrði ekki greiddur af hendi án þess að
því fylgdi strangt eftirlit, sem gæti orðið stéttarfélög-
unum til ýmissa óþæginda.
Af þessum orsökum hafa menn hugsað sér tvær að-
ferðir, sem eru ólíkar í grundvallaratriðum. Önnur er hin
svonefnda Lyttich-aðferð frá 1897. Samkvæmt
henni greiðir borgin eða héraðið framlag sitt beint til
stéttarfélagsins, í hlutfalli við greidd iðgjöld verkamanna.
Önnur er svonefnd Gent-aðferð. Hún er miklu kunn-
ari og víðar notuð; hún er frá því 1901. Samkvæmt henni
er framlag héraðs eða borgar greitt sérstakri og sjálf-
stæðri stofnun, „atvinnuleysissjóðnum í Gent“, og þau
framlög eru miðuð við styrki þá, sem greiddir hafa verið
til atvinnuleysingj a. Eftir Gent-aðferðinni eru stéttar-
félögin1) að vísu notuð fyrir millilið, að minnsta kosti er
það venjulega svo; en þrátt fyrir það hafa þeir menn
einnig rétt til styrks, sem ekki eru í neinu stéttarfélagi
eða bundnir öðrum samtökum verkamanna, heldur hafa
tryggt sig sjálfir gegn atvinnuleysi með því að leggja
sparifé sitt inn í sparisjóði. Þetta er samt yfirleitt sjald-
gæft. En þegar svo stendur á, er héraðsframlagið haft
í hlutfalli við það, sem verkamenn taka út úr bankanum
af sparifé sínu, alveg eins og héraðsframlagið til þeirra,
sem tryggðir eru, er hlutfallslegt við styrkinn, sem þeim
2) Auðvitað er það bundið því skilyrði, að stéttarfélagið
sjálft hafi komið á tryggingu gegn atvinnuleysi og taki iðgjöld
af meðlimum sínum. Og sama aðferð er einnig viðhöfð í Lyttich.
í Gent er framlag borgarinnar elcki nema 4 frankar og 50
sentímur á mann á viku.
Annað, sem ólíkt er með þessum tveimur aðferðum, er það,
að í Lvttich er ekki gerður munur á atvinnuleysi, sem stafar
af verkbanni (lock-out) og öðru atvinnuleysi, sem stafar af
ófyrirsjáanlegum orsökum. En í Gent greiðir borgin engan
styrk, ef atvinnuleysið stafar af verkbanni, alveg eins og þegar
það stafar af verkfalli.