Samvinnan - 01.10.1933, Síða 61
SAMVINNAN
283
að vinna visst verk fyrir vissa upphæð, sem flokkurinn
skiptir síðan á milli sín á eftir að eigin geðþótta. Árang-
urinn af þessari aðferð er hinn sami og af ákvæðisvinnu
einstaklinga, að því er við kemur framleiðslumagninu. En
verkamönnum gezt yfirleitt betur að þessari aðferð vegna
þess, hve frjálsir þeir eru. Þetta er eins og dálítið sam-
vinnufélag, sem myndazt hefir í verksmiðju vinnuveit-
andans, og selur vinnuveitandanum afurðirnar af vinnu
sinni.
c) Við föst vinnulaun má bæta verðlaunum,
sem annaðhvort eru reiknuð eftir framleiðslumagni, sem
verður fram yfir eitthvert visst lágmark, eða eftir spam-
aði þeim, sem orðið hefir á efnivörum eða kolum.
En yfirleitt er verkamönnum af mörgum ástæðum
illa við allar þessar aðferðir í launagreiðslum, af því að
þeir líta svo á, að þær veiti vinnuveitanda kost á að vega
nákvæmlega vinnugetu hvers einstaks verkamanns og
tempra hæð vinnulaunanna eftir hámarksafkasti vinnunn-
ar, þeim til stórtjóns, sem lakari verkmenn eru. Enn-
fremur af þessum ástæðum: Þessar aðferðir auka at-
vinnuleysið með því að þvinga hvern verkamann til þess
að vinna á við tvo; þær skapa ólíka aðstöðu hjá duglegasta
og orkumesta verkamanninum og hjá félögum hans, sem
dugminni eru og lélegri verkmenn; en það meiðir jafn-
réttistilfinnngu verkamanna; og loks koma þær verka-
manninum til þess að ofgera sér, með því að teygja þá í
voninni um hærri vinnulaun, en sú ofreynsla getur orðið
til þess að slíta kröftum hans fyrir tímann. Með því móti
fómar hann framtíðinni fyrir nútíðina-
2. Menn hafa einnig reynt að breyta vinnusamning-
unum þannig, að þeir líkist meira eða minna félagssamn-
ingum (sjá II. bindi, bls. 294), og til þess hafa menn
farið tvær leiðir. Önnur er sú, að verkamenn fái hlutdeild
í ágóðanum, en hin er sú, að þeir gerist meðeigendur í
fvrirtækinu (á ensku er það nefnt copartnership).
a) Hlutdeild í ágóðanum hefir tíðkazt við
fiskveiðar frá fornu fari. En fyrsta tilraun í þeim efnum