Samvinnan - 01.10.1933, Side 65
SAMVINNAN
287
eru ýmsar framleiðslugreinar, þar sem þetta hefir ekki
verið reynt enn, svo að neinu nemi, jafnvel þótt allt
bendi til, að aðferð þessi mætti þar vel takast. Merkilegt
er, að þetta eru einmitt þær greinar, þar sem hlutdeild
verkamanna í ágóðanum var áður almenn; vér eigum hér
við landbúnað og fiskveiðar.
í öðru lagi er það hugsanlegt, að þessi aðferð verði
skyldubundin í nokkrum fyrirtækjum, t. d. þeim, sem
ríkið á eða héruð eða sýslur, og verði þar samningsbund-
ið skilyrði. Og þar með væri aðferðinni numið vítt land,
því að slík fyrirtæki eru mörg og stór, svo sem návnur,
sporbrautir, ljósaveitur o. fl. — sérstaklega væri það
mikilsvert, ef lög um þetta efni verkuðu aftur fyrir sig,
þ. e. a. s. að þau næði einnig til fyrirtækja, sem þegar
eru komin á fót og sérleyfi veitt til fyrir löngu.
Vér viljum loks benda á það, að mönnum hættir mjög
til að gera sér allt of háar hugmyndir um höldsgróðann.
Sú staðreynd, að gróði hvers fyrirtækis safnast í hendur
einum manni, en vinnulaunin dreifast milli hundrað eða
þúsund manna, ruglar menn oft alveg, þegar þeir meta
hvort fyrir sig, höldsgróða og vinnulaun. Ef menn gæti
losnað við alla vinnuveitendur og skipt öllum gróðafyrir-
tækjum milli verkamanna, myndi þeim sennilega bregða í
brún, þegar þeir sæi, hvað það yrði tiltölulega lítil hags-
bót að því hjá hverjum einum1).
b) Ennþá gagngerðari breyting á vinnusamningun-
um er fólgin í því, að gera þá að raunverulegum félags-
samningum, þ. e. a. s. að gera þá þannig úr garði, að þeir
áskilji verkamönnum ekki aðeins hlutdeild í ágóðanum,
heldur einnig í stjórn fyrirtækisins og ábyrgðinni, þar
með talið töpum þess. Við fyrstu athugun virðist þetta
2) í frönskum námuskýrslum yfir tímabilið 1881—1908 má
íinna eftirfarandi tölur, sem sýna hlutfallið á milli gróðans og
þeirrar upphæðar, sem greidd var i vinnulaun. Meðalársgróði
hefði orðið 302 frankar á livern verkamann í þessari atvinnu-
grein, hefði honum verið skipt milli þeirra; en meðalvinnu-
laun á ári voru 1242 frankar. Gróðinn því tæpiega 25% af