Samvinnan - 01.10.1933, Page 68
290
S A M V I N N A N
á þann hátt, svo sem félagið í Guise og málarafyrirtæki
Leclaire’s.
Það liggur því beint fyrir að ræða næst um fram-
leiðslufélög með samvinnusniði.
XII.
Framleiðslufélög með samvinnusniði.
í þróunarsögu vinnulaunanna táknar sá félagsskap-
ur æðra stig en allt það, sem hér á undan var talið. Hér
er ekki lengur um samvinnu verkamanna v i ð vinnu-
veitanda að ræða, heldur samvinnu þéirra án hans1).
Frakkland er talið vera móðurland framleiðslufélag-
anna. Fyrsta sporið til þeirra virðist líka hafa verið stig-
ið þar, því að fyrsta framleiðslufélagið, sem menn þekkja,
var stofnað árið 1884 af frönskum manni B u c h e r að
Stuart Mill leit svo á, að í framleiðslufélögum með
samvinnusniði væri fólgin lausnin á vandamálum þjóðfélags-
ins. Og Lassalle barðist fyrir því, að slíkum félögum væri kom-
ið á fót. Hann lagði það til, að ríkið legði fram nokkur hundr-
uð miljónir marka til framleiðslufélaga með samvinnusniði,
til þess að þeim gæfist kostur að standast samkeppni við önn-
ur nútímafyrirtæki. Bismarck var um tíma hlynntur tillög-
um Lassalles.
Nú á tímum eru þjóðnýtingarmenn svarnir féndur fram-
leiðslufélaga með samvinnusniði. Framleiðslusamtökin grund-
vallast líka á eignarrétti einstaklingsins, enda þótt þau vinni
að því að afnema launakerfi það, sem nú gildir. þau vilja
gera verkamennina að eigöndum framleiðslutækjanna, sem
þeir nota. En þjóðnýtingarmenn vilja hins vegar þjóðnýta
framleiðslutækin, þ. e. a. s. koma i veg fyrir, að þau geti verið
einstakra manna eign, jafnvel ekki verkamannanna
sjálfra. þessi munur kom glögglega fram í verkfalli einu í
Carmaux í Suður-Frakklandi. þar átti að koma á fót „glergerð
fyrir gleriðnaðarmenn", en jafnaðarmenn börðust á móti því
og vildu koma upp „glergerð fvrir verkamenn". I því fólst það,
að hún skyldi vera eign allrar verkamannastéttarinnar, það^
tókst, en árangurinn virðist miður góður.