Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 71
S A M V I N N A N
293
starfsemi yfir iíkamleg störf eru ekki enn fyllilega viður-
lienndii' í hópi verkamanna. Samt hafa orðið miklar fram-
farir í þessu efni. Sum félögin halda sama forstjóranum
æfilangt og launa honum vel.
d) Síðasti örðugleikinn er sá, að framleiðslufélögun-
um hættir til að taka upp aftur þær aðferðir, sem þau
hafa fyrir mark og mið að afnema, og er þar með átt við
það skipulag, að hafa vinnuveitendur og vinnusamninga
— svo erfitt reynist að breyta þjóðskipulaginu! Jafn-
skjótt og framleiðslufélögin eru komin á fót og orðin
föst í sessi, hættir þeim oft til að meina aðgöngu hinum
öðrum, sem utan við þau standa, og taka launaða verka-
menn í þjónustu sína. Þau verða þá í raun og veru að
vinnuveitandafélagi í smáum stíl1). Þetta er aðal-að-
finnsluefni jafnaðarmanna gegn framleiðslufélögunum,
og því verður ekki neitað, að þeir hafa nokkuð til síns
máls. Hins vegar er það krafa um óvenjulega óeigingimi,
að heimta sömu kjör til handa þeim verkamanni, sem
kemur í hópinn á síðustu stundu, og hinum, sem hefir
sýnt fórnfýsi og óþreytandi elju í því, að koma fótum
undir og efla happassélt fyrirtæki. Til þessa þarf upp-
eldi, og það er að þakka eftirliti miðstjórnar framleiðslu-
félaganna, að svik við samvinnuhugsjónina eru sífellt að
verða sjaldgæfari.
Það, sem hægt er að gera til þess að létta undir um
stofnun framleiðslufélags, er þetta:
1. Hægt er að láta verkamenn fá hlutdeild í ágóða
fyrirtækisins og fá vinnuveitanda til þess að koma þeirri
hlutdeild þannig fyrir, að þeir verði smátt og smátt með-
eigendur hans á meðan hann lifir og eignist síðan fyrir-.
a) Franska samvinnufélagið, sem vinnur að gleraugnagerð,
telur 225 meðlimi og 1200 verkamenn — og hlutafé þess hefir
hækkað úr 300 frönkum upp í 50000 franka. það er augljóslega
ekki samvinnufélag nema að nafninu til. Til þess að bæta úr
þessum misfeilum hefir franska stjórnin gert þær tillögur um
samvinnufélögin, að þeim sé gert að skyldu, að láta verka^-
menn fá hlutdeild i arðinum.