Samvinnan - 01.10.1933, Side 72
tækið, þegar hann deyr. Dæmi eru til. að þetta hafi ver-
ið gert, og má nefna Godin í Guise og frú Bou-
cicaut í Bon-Marché verzlunarhúsinu í París1).
2. Hægt er að láta stéttarfélög verkamanna gangast
fyrir stofnun framleiðslufélaga. Mörg framleiðslufélög í
Frakklandi hafa til orðið á þann veg. En þau félög veita
ekki öllum félagsmönnum sínum atvinnu samtímis, því
að til þess hafa þau hvorlti fé né næg viðskiptasambönd;
aðeins þeir félagsmenn, sem þess óska, fá atvinnu hjá
þeim til skiptis.
3. Hægt er að láta neyzlufélög með samvinnusniði
koma á fót framleiðslufélögum, en til þess þurfa neyzlu-
félögin að vera föst í sessi og hafa samband með sér inn-
byrðis. Þau geta þá gert tvennt í einu: útvegað fram-
leiðslufélaginu f é, með lánum, og útvegað því v i ð-
skiptamenn, með því að kaupa sjálf afurðirnar. Og
þar með er það tvennt fengið, sem nauðsynlegast er til
þess að félagið geti þrifizt. Og um s t j ó r n slíks félags
er það að segja, að minni vandi hvílir á henni vegna þess,
að neyzlufélögin hafa tvöfalt eftirlit með framkvæmdun-
um, bæði af því að þau eru hluthafar og eins af því að
þau eru kaupendur afurðanna. Ensku neyzlufélögin hafa
þegar byrjað á þessu og stofnað iðnframleiðslufélög með
samvinnusniði, og hefir þeim vegnað vel.
Það er með þessu fyrirkomulagi, sem síðast var
nefnt, að framleiðslufélögin geta vænt sér góðrar fram-
tíðar. En hér verður þó að greina á milli tvenns konar að-
ferða. Félögin geta verið eitt af tvennu, sambandsfélög
(federalistisk) eða óháð félög (autonomist-
i s k) Það eru hin síðari, sem vér lýstum hér á undan.
x) Bon-Mai'clié verzlunarhúsið er reyndar ekki framleiðslu-
félag með samvinnusniði, enda þótt þar sé engir hluthafar
aðrir en starfsfólkið, því að ágóðanum er ekki skipt í hlutfalli
við vinnu þá, sem hver hefir innt af hendi, eins og megiri-
reglur samvinnunnar gera ráð fyrir, heldur er honum skipt í
hlutfalli við hlutabréfafjölda hvers um sig af starfsfólkinu,
en það er eftir meginreglum fjáreignamanna.