Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 74
296
S A M Y I N N A N
unnar. Betra form verði ekki fundið, af því að launasamn-
ingarnir sé „fyrirmynd frjálsra samninga". Hversu út-
breitt þetta fyrirkomulag er í þjóðfélögum nútímans, sé
fyrst og fremst kostum þess að þakka, og þeir sé þessir
helztir: 1. Verkamanninum eru tryggðar beinar og viss-
ar tekjur,óháðar öllum hættum, sem fyrirtækinu fylgja.
2. Það er þjóðfélaginu haganlegt, að veita vinnuveitand-
anum bæði eignarrétt á afurðunum og stjórn fyrirtækis-
ins og ábyrgðina á því.
Að vísu neita frjálslyndir hagfræðingar því ekki, að
vinnulaunin sé oft ófullnægjandi og æskilegt væri, að þau
gæti hækkað. En þeir halda því fram, að bezta ráðið til
þess að hækka þau sé það, að gera launasamningana allt-
af frjálsari og frjálsari. Þeir vilja alls ekki viðurkenna þá
skoðun, að launakerfi þetta eigi rætur sínar að rekja til
þeirrar hugsunar, að vinnuveitandi sé eins konar vernd-
ari og heimilisfaðir verkamanna. Og þeir vilja ekki held-
ur viðurkenna þá skoðun, að vinnulaunin fari eftir venju
eða lögmálum, sem gæti orðið til þess að lögfesta launa-
kerfið, ef svo mætti segja. Þeir vilja líkja verkamanni
og vinnuveitanda við seljanda og kaupanda að vöru, og
þess vegna vilja þeir koma upp vinnulaunaskrifstofum, í
líkingu við kauphallirnar, þar sem vinnukrafturinn væri
verðskráður, líkt og vörur og verðbréf í kauphöllunum1-).
Ennfremur vilja þeir koma upp félögum, sem ynni að
því, að selja vinnukraft félagsmanna við betra verði en
einstakir verkamenn gæti gert* 2). Sanngjörn laun telja
frjálslyndir hagfræðingar engin önnur til vera en þau,
sem miðuð eru við framboð og eftirspurn eða þau nátt-
úrlegu lögmál, sem vér höfum áður talað um, af því að
þau laun ein sé í samræmi við hag og heill þjóðfélags-
ip?. Ekkert annað valdboð getur ákveðið sanngjarnari og
x) Sjá Les Bourses du Travail, eftir d e M o 1 i n-
ari.
2) Sjá Les conflits du Taravail et leur solution,
eftir Yves Guyot.