Samvinnan - 01.10.1933, Side 76
298
S A M Y I N N A N
við erfiðisvinnu, en hún áfellir það fyrir tvennt fyrst og
f remst:
a) Það veldur óhjákvæmilegum árekstri milli vinnu-
veitanda og verkamanna. — Annars er sá árekstur svip-
aður þeim, sem verður milli seljanda og kaupanda. —
Vinnuveitandi reynir að greiða sem minnst vinnulaun
fyrir sem mesta vinnu og fer þar svo langt sem honum
er fært1). Verkamaðurinn reynir aftur á móti að inna
eins litla vinnu af hendi og honum er fært, fyrir þau
laun, sem hann hlýtur. En þetta hlýtur að verða til þess
að herða á stéttabaráttunni.
Annars er það venjulega svo, þegar eins stendur á
að öðru leyti, að því hærri sem vinnulaunin eru, því
minni er höldsgróðinn, og því lægri sem vinnulaunin eru,
því meiri er höldsgróðinn. Hann breytist alltaf í öfugu
hlutfalli við vinnulaunin, eftir því sem Ricardo komst að
orði. Vér leggjum áherzlu á orðin „þegar eins stendur á
að öðru leyti“, því að augljóst er, að ef framleiðsluskil-
yrðin breytast, ef t. d. framleiðslumagn fyrirtækis tvö-
faldazt samtímis. I nýjum löndum, þar sem fram-
leiðsluskilvrði eru mjög góð, er það t. d. algengt, að sam-
an fari há vinnulaun og mikill höldsgróði. En vinnuveit-
endur og verkamenn hafa jafnólíkra hagsmuna að gæta
eftir sem áður, því að augljóst er, að ef vinnuveitandi
gæti komizt af með að greiða lægri verkalaun en hann
gerir, þá myndi hann græða ennþá meira. Og margendur-
tekin verkföll sýna þetta og sanna. I þjóðskipulagi nútím-
ans eru því vinnuveitendur og verkamenn eins og tveir
andstæðingar, sífellt búnir til árásar hvor á annan, en
geta þó hvorugur án hins verið, því að þeir eru tengdir
saman járnviðjum, ef svo mætti að orði komast.
b) Launakerfi nútímans dregur úr og eyðir áhuga
l) í belgisku riti frá því árið 1886 eru eftirfarandi orð höfð
eftir vinnuveitanda nokkrum, og eru þau hreinskilnislega
sögð: „Vísindi iðnaðarins stefna að því, að nota vinnukraft
mannsins eins mikið og hægt er fyrir eins lág laun og hægt er“.