Samvinnan - 01.10.1933, Side 79
SAMYIN N A N
30 L
að torskilið er, að kjör þessara verkamanna, sem vöima
fyrir „þjóðfélagið" — þjóðina, sýsluna, stéttarfélagið.
eða hvernig sem því verður fyrir komið — geti orðið
mikið önnur en þeirra verkamanna, sem nú á tímum vinna
fyrir ríkið eða stóru hlutfélögin. En hitt er aftur á móti
augljóst, að ef slíkt skipulag kæmist á, þá myndi hverfa
allir þeir sjálfstæðu framleiðendur, sem nú eru til, —
einu verkamennirnir, sem ekki eru daglaunamenn.
Þess vegna er það, að samvinnumenn hyggja bezta
ráðið til þess að ná þessu marki, vera það, að breyta
verkamönnum í meðeigendur fyrirtækjanna, svo að þeir
vinni framvegis í þágu þess félags, sem þeir sjálfir eru
meðlimir í. Þá eru þeir ekki undir aðra gefnir en sjálfa
sig og fá í sinn hlut arðinn af vinnunni óskertan. í einu
orði sagt, þeir verða sínir eigin vinnuveitendur. Fræðilega
séð er þetta fullkomin lausn á viðfangsefninu. En í fram-
kvæmdinni er það ekki jafneinfalt, því að ef félagsskap-
urinn er takmarkaður og bundinn við sérstök fyrirtæki
(samvinnufélög til framleiðslu) virðist verkahringur hans
hljóta að verða nokkuð takmarkaður og tæpast þess megn-
ugur að breyta og umskapa aðstöðu alls verkamannafjöld-
ans. Og ef félagsskapurinn er mjög útbreiddur og víðtæk-
ur (svo sem stóru neyzlufélögin), þá hefir verkamaðurinn
ekki lengur Ijósa hugmynd um það, að hann sé að vinna
fyrir eigin reikning, hann er þá aðeins eining í stórum
hóp og aðstaða hans verður lík því, sem vera myndi, ef
þjóðnýting kæmist á. Ef til vill verður unnt að koma á
sameiningu milli þessara tveggja greina samvinnunnar,
eins og vér bentum á hér á undan (bls. 401) og finna
þar með leiðina á milli þessara tveggja blindskerja.