Samvinnan - 01.10.1933, Síða 81
S A M V I N N A N
303
sínu, leigu fyrir fasteignir sínar og kaup fyrir stjórn
sína á fyrirtækinu.
Höldurinn er í daglegu tali einnig nefndur v i n n u-
v e i t a n d i, en það nafn hefir þó ekki alls kostar sömu
merkingu í hagfræðinni og orðið höldur. „Vinnuveitandi“
miðast beint við afskipti hans af verkamönnum, enda er
það heiti notað í kaflanum um verkamenn. Áður hafði
það í sér fólgna hugmynd um föðurlega vernd (sbr. út-
lenda orðið p a t r o n skylt p a t e r — faðir), það minnti
á réttindi og skyldur yfirmanns við undirmenn sína, en
sú hugmynd er fjarri hagfræðilega hugtakinu, sem felst
í höldsheitinu.
Þessi hugmynd um föðurlegar skyldur vinnuveitanda
gagnvart verkamönnum hefir tekið miklum breytingum
á síðustu tímum, þótt ekki sé farið alla leið aftur til gildis-
tímanna. Saga þeirra breytinga er einkennileg. Greina má
sundur þrjú tímabil.
1. Við byrjun vélyrkju-tímabilsins og fram að miðri
19. öld var þessi hugmynd um vinnuveitandann alls ekki
til. Höldamir hugsuðu þá eingöngu um sinn eiginn hag og
gerðu sér allt far um að framleiða sem mest með sem
minnstum tilkostnaði. Þeir reyndu að hagnýta vinnukraft-
inn, sem þeir áttu völ á, út í yztu æsar og eins og þeim
var haganlegast sjálfum, ekki aðeins vinnukraft karl-
manna, heldur einnig kvenna og barna, sem gaf meiri arð
af sér, af því að hann var ódýrari. Guð og lukkan réð
því, hvernig verkamenn komust af, og því er vel lýst í
orðum ensks vinnuveitanda, sem spurður var, hvað yrði
af þeim verkamönnum, sem hann sagði upp vinnu: „Ég
læt lögmál náttúrunnar sjá fyrir því“, sagði hann.
Það er skylda hagfræðinnar að viðurkenna þann
sannleika, að það voru hinir fjárríku vinnuveitendur þessa
tímabils, sem sköpuðu stóriðju nútímans og hrundu henni
af stað. En frá siðferðilegu sjónarmiði er saga þeirra
ófögur, enda þótt finna megi einstakar undantekningar,
og meðal þeirra ber fyrst og fremst að nefna 0 w e n,
skozka iðjuhöldinn mikla, sem menn munu minnast leng-