Samvinnan - 01.10.1933, Side 82
SAMVINNAN
■304
ur fyrir það, að hann varð fyrstur manna til þess að
stofna fyrirmyndarverksmiðju, en fyrir sameignarkenn-
ingar hans.
2. í kringum árið 1850 kemur fram ný hugmynd.
Menn vita bæði, hvar hún kom fram og frá hverjum hún
er komin. Ilún stafar frá iðjuhöldum nokkrum, mótmæla-
trúar, sem áttu heima í borginni Múhlhausen, sem
þá var frönsk borg. Þetta var hugmyndin um hinn g ó ð a
vinnuveitanda. Vinnuveitandinn Jean Dollfus hef-
ír lýst þeirri hugmynd með þessum orðum: V i n n u-
veitandinn skuldar verkamanninum
meira en vinnulaunin ein. Hvað felst í þess-
um orðum? Það, að vinnulaun, sem miðuð eru við gang-
verð vinnunnar í samræmi við lögmálið um framboð og
eftirspurn, sé ekki í samræmi við fullt réttlæti, heldur se
þá enn ógreidd skuld til verkamannsins, af því að ekki
megi fara með hann sem dautt verkfæri eða tæki, heldur
sé hann einn af samverkamönnum vinnuveitandans, og
vinnuveitandanum beri þess vegna skylda til að kynna
sér þarfir verkamannsins og reyna að fullnægja þeim. I
þessari hugmynd felst upphafið að því, sem nefnt hefh
verið velferðarstofnanir vinnuveitandanna, svo sem verka-
mannabústaðir, verksmiðjubúðir, styrktar- og eftirlauna-
sjóðir, hlutdeild í ágóðanum, skólar handa börnum verka-
manna o. fl.
En þó að þessar stofnanir yrði til í góðu og göfuga
skyni, fylgdi þeim víða sá ókostur, að svo strangt eftir-
lit var haft með einkalífi verkamanna, að þeim var það
óbærilegt1). Það var eðlilegt,.að hinn góði vinnuveitandi,
sem taldi sig hafa föðurlegar skyldur við verkamenn, tæki
sér einnig föðurleg réttindi yfir þeim. Og þá fylgdi það
með, að ef hann fórnaði einhverju fyrir þá, vildi hann
%) því má við bæta, að sumar af þessum velferðarstofnun-
um, fyrst og fremst verksmiðjubúðirnar, voru sumsstaðar not-
aðar til þess að féfletta verkamenn, og það svo gífurlega, að
iöggjöíin varð að taka í taumana og afnema þær